Mér þykir mjög vænt um þessa mynd sem sonur minn tók af mér í vor. Þarna sést vel hvernig forræktunin yfirtekur eldhúsið á þessum árstíma. Veturinn var ekki eins harður og í fyrra og vorið gott framan af. Reyndar komu slæm hret í maí, en við á höfuðborgarsvæðinu þurfum ekki að kvarta þó ástandið hafi […]
Read MoreTag: gúrkur
Salat og grillað tófú með salsa og kínúa
Hráefni 400 g tófú Jurtaolía Hráefni 300 ml ólífuolía 6 msk ferskar kryddjurtir að eigin vali, saxaðar (ég notaði steinselju, kóríander, basilíku, graslauk og pínu rósmarín) 1 tsk Grænmetisblanda, frá Mabrúka 1 msk capers 1/2 rauðlaukur 2 hvítlauksgeirar 1/2 sítróna, safinn salt og svartur pipar Aðferð Hreinsið og saxið rauðlauk, hvítlauk og kryddjurtir. Setjið allt […]
Read MoreJúlí sæla
Eftir kalda, blauta og vindasama tíð fram í byrjun júlí kom loksins sumar. Grænmetið og blómin voru að niðurlotum komin af vosbúð og sólarleysi, en tóku við sér þegar veðrið batnaði. Mikið af plöntum og trjám á Reykjavíkursvæðinu fóru illa í þessum harða vetri og vori, sérstaklega vegna þess að það kom hlýindakafli og ýmislegt […]
Read MoreÍ sumarlok
Þá er sumarið á enda runnið og þrátt fyrir leiðinda tíð frá miðjum júní og þar til síðla þessa mánaðar hefur ræktunin gengið bærilega. Í þriðju viku ágústmánaðar byrjuðu tómatarnir að roðna hratt og vel og sólblómin sprungu loksins út. Sama má segja um bessuð hádegisblómin, sem eingöngu opna sig þegar sólin skín. Rósirnar hafa […]
Read MoreBakaðar rauðar og spergilkál með blómkálsmauki og salsa – Heimaræktað
Fátt er betra en nýupptekið smælki og grænmeti og kryddjurtir úr gróðurhúsinu og garðinum. Ágúst er gjöfulastur mánuða hvað þetta varðar, og í þessum rétti er allt þaðan nema ólífuolía, sítrónusafi, jurtamjólk, rauðlaukur, kapers, salt og svartur pipar. Hráefni 300 g kartöflur 200 g spergilkál 2-3 blóðbergsstilkar 2-3 rósmarínstilkar 2 hvítlauksgeirar ólífuolía salt og svartur […]
Read MoreGrilluð bleikja með kryddjurtasmjöri, kartöflum og gúrkusalati
Uppskeran úr gróðurhúsinu og garðinum er góð þessa dagana svo grænmeti og kryddjurtir í uppskriftinni koma þaðan. Þið þurfið ekkert endilega að nota svona margar gerðir kryddjurta, þó það sé nú ansi gott þegar maður hefur þær við hendina. Svo var ég svo heppin að geta unnið uppskriftina í samstarfið við Hafið og fékk gómsæta […]
Read MoreHamingjan sanna
Það er löngu kominn tími á nýjan pistil um gleðina í gróðurhúsinu og garðinum, en þessa dagana ver ég meiri tíma við að sinna plöntunum og minni í að skrifa. Til að gera langa sögu stutta gengur allt mjög vel. Þó ekki sé liðið lengra á sumarið, júlí hálfnaður, borðum við heimaræktað salat, gúrkur, baunir, […]
Read MoreTvær gerðir af hummus
Nú erum við byrjuð að fá ljómandi uppskeru úr gróðurhúsinu. Með eindæmum ljúffengar gúrkur og sykurbaunir. Hummus er góður með grænmetissnakki og þið getið notað það sem ykkur finnst best, gulrætur og paprikur skornar í strimla eru t.d. mjög góðar líka. Sígildur hummus Hráefni 1 dós kjúklingabaunir, lífrænar 1 msk tahini 3 hvítlauksrif 6 msk […]
Read MoreGróskan, maður minn!
Það er skemmst frá því að segja að ræktunin gengur miklu betur en í fyrra, enda var maí einstaklega sólríkur í ár. Þegar ég skoða myndir frá síðasta ári virðist gróðurinn vera tæpum mánuði á undan núna. Við fengum gróðurhúsið heldur ekki fyrr en í júní í fyrra svo við gátum ekki forræktað í því […]
Read MoreKrílin komin út í hús
Eins og mig grunaði er gaman að eiga gróðurhús að vori til. Það var rosalegt eldhúspartý í gangi kringum 20. apríl. Þá ákváðum við að setja lítinn ofn út í gróðurhús, ég prikkaði, og svo fóru flestar plönturnar út. Þær virðast dafna með eindæmum vel, ég krossa enn fingur og vona að allt verði í […]
Read More