Tvær gerðir af hummus

Nú erum við byrjuð að fá ljómandi uppskeru úr gróðurhúsinu. Með eindæmum ljúffengar gúrkur og sykurbaunir. Hummus er góður með grænmetissnakki og þið getið notað það sem ykkur finnst best, gulrætur og paprikur skornar í strimla eru t.d. mjög góðar líka.

Sígildur hummus

Hráefni 

1 dós kjúklingabaunir, lífrænar 

1 msk tahini

3 hvítlauksrif

6 msk safi af kjúklingabaununum

1/2 sítróna, safinn

1 msk olía

1/2 tsk cumin, frá Kryddhúsinu

salt og svartur pipar, frá Kryddhúsinu

nokkur lauf ferskur kóríander (má sleppa)

Uppskriftin er gerð í samvinnu við Kryddhúsið og Filippo Berio.

Aðferð

Sigtið vökvann frá kjúklingabaununum og afhýðið hvítlaukinn. Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og maukið þar til hummusinn er mjúkur og fínn. Það er misjafnt hvernig áferð fólk vill hafa á hummus, ef ykkur finnst hann of þykkur er óhætt að bæta við safa. Magn af hvítlauk er líka smekksatriði. Smakkið til og kryddið meira ef vill.

Chilli og túrmerik hummus

Hráefni 

1 dós kjúklingabaunir 

1 msk tahini

1 msk túrmerik

3 hvítlauksrif

1/2 – 1 rauður chilli

1/2 bolli safi af kjúklingabaununum

1/2 bolli vökvi af pönnu

1/2 sítróna, safinn

1 msk olía

1/2 tsk cumin

salt og svartur pipar

Aðferð

Sigtið vökvann frá kjúklingabaununum og afhýðið hvítlaukinn. Skerið chilli-ið gróft niður. Þeir sem vilja sterkt chilli bragð fræhreinsa ekki. 

Þegar allur vökvi hefur sigtast frá kjúklingabaununum er þeim skellt á snarpheita pönnu með örlítilli olíu og túrmerikinu dreift yfir. Veltið þeim um þar til þær hafa tekið lit og ein og ein farin að poppa. Takið þær þá úr pönnunni og setjið hálfan bolla af vatni á pönnuna og skrapið botninn aðeins svo túrmeríkið blandist við vatnið. Það setjið þið svo út í hummusinn. 

Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og maukið þar til hummusinn er mjúkur og fínn. Það er misjafnt hvernig áferð fólk vill hafa á hummus, ef ykkur finnst hann of þykkur er óhætt að bæta við safa eða köldu vatni. Það þarf töluvert magn af vökva því baunirnar þorna við að vera ristaðar á pönnu. Ef hummusinn þykknar við að standa í ískáp yfir nótt er líka óhætt að hræra hann upp með vatni. Magn af hvítlauk og chilli er einnig smekksatriði. Smakkið til og kryddið meira ef vill.

Uppskriftin er gerð í samvinnu við Kryddhúsið og Filippo Berio.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.