Salat og grillað tófú með salsa og kínúa

Hráefni

400 g tófú

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Mabrúka.

Jurtaolía

Hráefni

300 ml ólífuolía

6 msk ferskar kryddjurtir að eigin vali, saxaðar (ég notaði steinselju, kóríander, basilíku, graslauk og pínu rósmarín)

1 tsk Grænmetisblanda, frá Mabrúka

1 msk capers

1/2 rauðlaukur

2 hvítlauksgeirar

1/2 sítróna, safinn

salt og svartur pipar

Aðferð

Hreinsið og saxið rauðlauk, hvítlauk og kryddjurtir. Setjið allt í blandara og maukið.

Skerið tófú í þunnar sneiðar (1-1½ sm). Makið jurtaolíunni á þær og látið marinerast í a.m.k. 4 klst. Gætið þess að skilja eftir a.m.k 2 msk af jurtaolíunni, en þær fara á kínúað og í tómatsalsað.

Steikið tófúið á grillpönnu þar til það hefur brúnast vel.

Kínúa

Hráefni

200 g kínúa

400 ml vatn

1/2 laukur, smátt saxaður

1 msk Sítrónublanda, frá Mabrúka

1/3 gúrka

3 tómatar

1 msk jurtaolía

salt og svartur pipar

Aðferð

Saxið laukinn smátt. Þvoið kínúað undir rennandi vatni í u.þ.b mínútu.

Steikið lauk og kínúa í stutta stund í stórum potti. Bætið vatninu saman við og látið malla í 15-20 mínútur. Sigtið vatnið frá ef það er ekki allt gufað upp. Blandið Sítrónublöndunni frá Mabrúka saman við.

Fræhreinsið gúrkuna og skerið í litla teninga. Skerið tómatana líka í teninga. Blandið saman við kínúað ásamt 1 msk af jurtaolíu og kryddið með salti og svörtum pipar.

Salsa

Hráefni

4 tómatar

1/4 rauðlaukur

1 msk jurtaolía

1 msk capers

1 msk sítrónusafi

1/2 tsk sítrónubörkur

Aðferð

Rífið börk af sítrónunni og kreistið úr henni safann.

Hreinsið og saxið rauðlaukinn smátt.

Skerið tómatana í frekar litla bita.

Blandið öllu saman.

Komið kínúa, tófú og tómatsalsa fallega fyrir á diski. Gott að hafa grænt salat með þessum rétti.

Allt úr garðinum og gróðurhúsinu.
Sama hér, nema ég skreytti með skjaldfléttum úr garðinum.
Hér skreytti ég hins vegar salatið úr garðinum með gómsætum granateplum og bláberjum.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Mabrúka.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.