Þeir sem rækta grænmeti og ávexti kannast við sælutilfinninguna þegar uppskerutíminn nær hámarki. Ágúst! Dag eftir dag kitlar hollt og gott góðgæti bragðlaukana. Það jafnast ekkert á við grænmeti og ber beint af plöntunum. Auðvitað fylgja líka vonbrigði með eitthvað sem ekki gekk upp og svo kemur ýmislegt á óvart. Hér kemur flóð af myndum […]
Read MoreTag: blóm
Júlí sæla
Eftir kalda, blauta og vindasama tíð fram í byrjun júlí kom loksins sumar. Grænmetið og blómin voru að niðurlotum komin af vosbúð og sólarleysi, en tóku við sér þegar veðrið batnaði. Mikið af plöntum og trjám á Reykjavíkursvæðinu fóru illa í þessum harða vetri og vori, sérstaklega vegna þess að það kom hlýindakafli og ýmislegt […]
Read MoreÍ sumarlok
Þá er sumarið á enda runnið og þrátt fyrir leiðinda tíð frá miðjum júní og þar til síðla þessa mánaðar hefur ræktunin gengið bærilega. Í þriðju viku ágústmánaðar byrjuðu tómatarnir að roðna hratt og vel og sólblómin sprungu loksins út. Sama má segja um bessuð hádegisblómin, sem eingöngu opna sig þegar sólin skín. Rósirnar hafa […]
Read MoreGróskan, maður minn!
Það er skemmst frá því að segja að ræktunin gengur miklu betur en í fyrra, enda var maí einstaklega sólríkur í ár. Þegar ég skoða myndir frá síðasta ári virðist gróðurinn vera tæpum mánuði á undan núna. Við fengum gróðurhúsið heldur ekki fyrr en í júní í fyrra svo við gátum ekki forræktað í því […]
Read MoreKrílin komin út í hús
Eins og mig grunaði er gaman að eiga gróðurhús að vori til. Það var rosalegt eldhúspartý í gangi kringum 20. apríl. Þá ákváðum við að setja lítinn ofn út í gróðurhús, ég prikkaði, og svo fóru flestar plönturnar út. Þær virðast dafna með eindæmum vel, ég krossa enn fingur og vona að allt verði í […]
Read MoreVorverkin
Í augnablikinu snjóar í höfuðborginni og það er frost í spánni næstu daga. Vorið getur verið ansi brokkgengt hér á landi. Fyrir hálfum mánuði byrjaði ég að hreinsa til í gróðurhúsinu, klippa dauð lauf og greinar af rósunum og jarðarberjaplöntum, sem virðast hafa lifað af þennan óvenju harða vetur. Ég gleðst reyndar yfir að húsið […]
Read MoreVetur konungur
Í sumar byrjaði ég og endaði alla daga í gróðurhúsinu. Eðli málsins samkvæmt fölnar flest og fer í dvala yfir veturinn, svo viðbrigðin urðu töluverð. Fyrstu vikurnar fannst mér ég svíkjast um þegar ég sleppti því að tipla út í hús nokkrum sinnum á dag. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi […]
Read MoreLærdómurinn
Það snjóar! Ekki mikið en örþunn föl liggur yfir bakgarðinum. Hitinn við frostmark í höfuðborginni og brjálað veður á Norðurlandi. Þar er stormur og stórhríð 28. september. Mér finnst að veturinn hafi komið snemma, jafnvel fyrir Ísland. Sem betur fer vorum við búin að taka upp kartöflur og rabbarbara og fá góða uppskeru. Ég veit […]
Read MoreÞolinmæði þrautir vinnur allar
Sem byrjandi í ræktun grænmetis og kryddjurta fannst mér ágúst skemmtilegasti mánuðurinn. Hann var hlýrri og eilítið sólríkari en fyrri mánuðir, svo m.a.s. tómatarnir byrjuðu loksins að roðna. Suma daga var uppskeran svona og þá var nú kátt í höllinni. Spergilkál, rauðrófa, sellerí og Lollo Bionda salat úr ræktunarkössunum og gúrkur, tómatar, kúrbítur, baunir, jarðarber […]
Read More