Það er löngu kominn tími á nýjan pistil um gleðina í gróðurhúsinu og garðinum, en þessa dagana ver ég meiri tíma við að sinna plöntunum og minni í að skrifa. Til að gera langa sögu stutta gengur allt mjög vel. Þó ekki sé liðið lengra á sumarið, júlí hálfnaður, borðum við heimaræktað salat, gúrkur, baunir, spínat, grænkál og jarðarber oft í viku. Að ekki sé minnst á kryddjurtirnar sem við notum á hverjum degi.
Veðrið hefur verið hagstæðara til ræktunar en í fyrra, þó undanfarið hafi ekki verið eins sólríkt og hlýtt á höfuðborgarsvæðinu og í vor og fram í júní. En myndir segja meira en þúsund orð, svo hér koma þær.
Get ekki mælt nógsamlega með ánægjunni sem fylgir því að rækta sér til matar og hafa þessa fegurð fyrir augunum alla daga.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.