Þá er sumarið á enda runnið og þrátt fyrir leiðinda tíð frá miðjum júní og þar til síðla þessa mánaðar hefur ræktunin gengið bærilega. Í þriðju viku ágústmánaðar byrjuðu tómatarnir að roðna hratt og vel og sólblómin sprungu loksins út. Sama má segja um bessuð hádegisblómin, sem eingöngu opna sig þegar sólin skín. Rósirnar hafa hins vegar ekki blómstrað aftur eins og þær gerðu í fyrra. Ég veit ekki hvers vegna. Ef til vill vegna þess að ég færði þær á annan stað í húsinu.
Þetta sumar höfum við sloppið algjörlega við alla óværu og fyrir það er ég þakklát. Við settum tómatplönturnar of þétt í beð, en lærum af því. Einu vonbrigði sumarsins voru að fáfnisgrasið/tarragonið var mjög bragðdauft.
Hins vegar var bragðið af hvítlauknum sem við settum niður síðasta haust algjörlega himneskt og ekki spurning að við endurtökum leikinn á þessu ári. Einstaklega auðvelt að rækta hvítlauk því hann sér eiginlega bara um sig sjálfur. En myndir segja meira en þúsund orð svo hér koma þær.
Hér koma myndir af uppskerunni tvo mismunandi daga seint í ágúst.
Sólblómin voru lengi að opna sig en falleg eru þau.
Að lokum eru hér myndir af mat úr hráefnum sem koma beint úr garði, ræktunarkössumm og gróðurhúsi. Nammi namm… 🙂
Uppskriftin að þessum bökuðu kartöflum og spergilkáli má finna HÉR.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.