Það er skemmst frá því að segja að ræktunin gengur miklu betur en í fyrra, enda var maí einstaklega sólríkur í ár. Þegar ég skoða myndir frá síðasta ári virðist gróðurinn vera tæpum mánuði á undan núna. Við fengum gróðurhúsið heldur ekki fyrr en í júní í fyrra svo við gátum ekki forræktað í því þá. Það munar um að geta það núna. Myndin hér fyrir ofan er af litlu lyngrósinni sem við stungum niður í beð í fyrra og blómstraði svona fallega um miðjan maí. Hún er enn í fullum blóma.
Ef við byrjum á jarðarberjunum þá eru komin ber á þessar þrjár plöntur sem við keyptum í fyrra og lifðu af veturinn.
Öll forræktun hefur gengið mjög vel. Bæði á kryddplöntum, gúrkum, kokteil gúrkum, baunum, selleríi, bóndarós, fresíum og sumarblómum.
Ég var spennt í fyrra, en ennþá spenntari núna. Vona að við fáum gott sumar. Eina sem hefur verið áskorun þetta vor er að passa að ekki verði of heitt í húsinu því sólin er svo sterk. Það hefur þó tekist vel, man passar bara að lofta vel.
Það eru ótrúleg lífsgæði sem fylgja því að hafa þessa matarkistu í bakgarðinum og fegurðina allt um kring. Ég er full þakklætis! 🌺
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.