Suddalega einfalt Vatnsmelónusalat

Hráefni

100 – 150 g blandað salat að eigin vali

1 bolli vatnsmelónubitar

1/2 bolli bláber

1/2 bolli heslihnetur og möndlur, frá Rapunzel

1 msk sólblómafræ, frá Rapunzel

1/2 msk graskersfræ, frá Rapunzel

1 tsk sesamfræ, frá Rapunzel

ólífuolía

salt og svartur pipar

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Rapunzel.

Aðferð

Skerið vatnsmelónuna í bita og saxið heslihnetur og möndlur gróft. 

Setjið salatið í skál og smá ólífuolíu út á. Kryddið. 

Blandið vatnsmelónubitum og bláberjum saman við salatið og síðan hnetum og fræjum. 

Þetta er ferskt og gott að borða sér sem salat, en líka sem meðlæti með ýmsu. 

Sem tilbrigði er mjög gott að setja svolítið af ferskri myntu út í 50 g af ólífuolíu og blanda vel saman í blandara. Það er svo sett út á salatið í stað ólífuolíunnar.

Verði ykkur að góðu. 

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Rapunzel.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.