Hvað syngurðu eiginlega fyrir þær?

Satt best að segja hef ég ekki hugmynd um hvers vegna blóm og plöntur þrífast vel hjá mér. Aðferðirnar eru sannarlega ekki vísindalegar, en ég les mér til og reyni mitt besta. Ég tala mikið við plönturnar og syng fyrir þær. Um daginn spurði vinkona hvort það væru einhver sérstök lög sem þeim líkaði betur en önnur, og hvað ég væri eiginlega að syngja? Ég átti erfitt með að svara, því ég raula bara það sem mér dettur í hug hverju sinni. Um þessar mundir er ég með Joni Mitchell lagið Morning Morgantown á heilanum og þeim virðist líka það 😀

Þarna er notalegt að sitja með góða bók og tebolla.
Ég hef ekki tölu á jarðarberjunum sem þessi ljómandi planta gefur okkur.
Gómsætur eftirréttur, berin ein sér eða með þeyttum kókosrjóma.
Gúrkuplönturnar eru í stuði, bæði stórar og litlar.
Allt úr gróðurhúsinu og ræktunarkössunum nema olían.
Gaman að gera tilraunir.
Lollo Rosso salat og spínat úr ræktunarkössunum.
Því miður eyðilagðist mest af blómkálsuppskerunni vegna kulda og raka í jarðveginum, en annað í ræktunarboxunum þrífst vel. Kartöflugrösin eru líka í miklu stuði.
Elsku rósirnar mínar blómstra eins og þeim væri borgað fyrir það, þrátt fyrir blaðlúsina sem hrjáði þær.
Ég fæ ekki nóg af ilminum af Rhapsody in Blue.

Nú er einungis einn mánuður eftir af sumri hér á Fróni. Þó veðráttan hafi verið slæm sunnan heiða, og við höfum barist bæði við myglu og blaðlús, má segja að við séum í góðum málum. Flestar plönturnar gefa mikið af sér og við höfum ekki þurft að farga neinu nema blómkálinu.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.