Í dag er mánuður síðan Sæluréttir Siggu fóru í loftið. Þetta hefur verið frábær tími og ég er yfirmáta þakklát fyrir góðar viðtökur.
Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast er að fá skilaboð og myndir frá fólki sem hefur prófað uppskriftirnar. Svo hér koma nokkur dæmi.
Ein af mínum bestu vinkonum sendi mér þetta skjáskot af samtali við móðursystur sína eftir að hún prófaði Salat með steiktu grænmeti og fræjum Gladdi mig ekki lítið 🙂
Þessa fallegu mynd sendi Þórunn Berndsen mér af Hrísgrjónapasta með shiitake sveppum og pestó Hún sagðist mæla með uppskriftinni og myndi elda réttinn aftur fljótlega.
Ásdís Paulsdóttir sagðist ekki vera mikið fyrir radísur en var forvitin að vita hvernig þær væru bakaðar, svo Bakaðar radísur og spergilkálssprotar freistuðu hennar. Það kom henni á óvart hvað þær voru góðar og hún sendi mér þessa mynd daginn eftir þegar henni datt í hug að setja afganginn af bökuðu radísunum út í salat. Það er mjög gott líka.
Svaladrykkur úr vatnsmelónu og myntu varð fyrir valinu hjá Hörpu Jónsdóttur í hlýindakaflanum um daginn. Henni fannst hann ljúffengur og sendi mér þessa mynd á Facebook.
Takk fyrir mig! 🙂
Ef þið sem þetta lesið prófið uppskriftirnar á síðunni myndi það gleðja mig óstjórnlega að fá myndir sendar á [email protected] eða á Facebook síðunni.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.