Salat með steiktu grænmeti og fræjum

Hráefni

125 g blandað, grænt salat

10 cherry tómatar

200 g blómkál

200 g spergilkál

1/2 rauður chilli

20-30 sykurbaunir

salt og pipar

Olía til steikingar

Ég var búin að borða litlu gúrkurnar áður en ég gerði salatið 🙂

Aðferð

Þvoið salatið og komið því fyrir í stórri skál.

Skiptið blómkáli og spergilkáli niður í blómin sín, fræhreinið chilli og skerið í þunnar sneiðar. Setjið blómkál í eina skál og spergilkál, chilli og sykurbaunir í aðra og veltið grænmetinu í báðum skálum upp úr olíu. Saltið og piprið.

Hitið pönnu þar til hún verður snarpheit. Byrjið á að steikja blómkálið í u.þ.b. 5 mínútur og bætið síðan öllu úr hinni skálinni við. Steikið áfram í aðrar 5 mínútur eða þar til grænmetið hefur tekið fallegan lit. 

Skerið tómatana til helminga.

Sjáið þessar bústnu sykurbaunir úr gróðurhúsinu.

Græn salatsósa

Hráefni

100 g ólífuolía

safi úr hálfri sítrónu

2 hvítlauksrif

væn lúka basil

væn lúka kóríander (hægt að nota dill eða blóðberg í staðinn)

væn lúka steinselja

salt og svartur pipar

Aðferð

Afhýðið hvítlaukinn. Setjið allt í blandarann og maukið þar til það verður mjúkt.

Veltið steikta grænmetinu og tómötunum upp úr dressingunni. Það er misjafnt hve mikið fólk vill hafa af henni. Afgangurinn geymist vel í ískáp í nokkra daga.

Skiptið salatinu á tvo matardiska og dreifið grænmetinu yfir.

Ofan á

Hráefni

2 msk sólblómafræ

1 msk graskersfræ 

1/4 hluti úr kúrbít (ég notaði minn litla úr gróðurhúsinu)

Aðferð

Þurrristið fræin á pönnu og dreifið yfir salatið.

Raspið kúrbítinn í litla skál og saltið aðeins. Kreistið hann með höndunum og setjið kúf á hvorn disk. Salatið er fyrir tvo, en getur líka verið fyrir fleiri sem forréttur.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.