Bakaðar radísur og spergilkálssprotar

Bakaðar radísur og spergilkálssprotar

Hráefni

2 búnt radísur

10 spergilkálssprotar (líka hægt að nota venjulegt spergilkál)

1 msk ólífuolía

1 hvítlauksgeiri

5 blóðbergs stilkar

salt

svartur pipar

 

ólífuolía til steikingar

Bakaðar radísur og spergilkálssprotar

Aðferð

Hitið ofninn í 220 gráður.

Hreinsið radísurnar og skerið þær í helminga. Snyrtið spergilkálssprotana.

Setjið olíuna í skál ásamt mörðum hvítlauk, salti, pipar og kryddinu af 2 blóðbergs stilkum. Setjið radísurnar í skálina og veltið vel upp úr blöndunni.

Dreifið þeim á klædda bökunarplötu og setjið blóðbergs stilkana 3 sem eftir eru með.

Bakið í 10-20 mínútur í funheitum ofninum. Lengd fer eftir hversu stórar radísurnar eru. Þær eiga að vera orðnar það mjúkar að hægt sé að stinga gaffli í gegnum þær.

Bakaðar radísur og spergilkálssprotar

Á meðan radísurnar eru í ofninum eru spergilkálssprotarnir snöggsteiktir úr heitri olíu og kryddaðir með salti og pipar.

Komið spergilkálssprotunum og radísunum fallega fyrir á diski og borðið meðan það er heitt.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.