Gleðilega Hinsegin daga!

Það er hægt að fagna fjölbreytileikanum á ýmsa vegu. Sumir baka regnbogakökur í tilefni Hinsegin daga, en ég ákvað að prófa að útbúa grænmetis- og ávaxtaplatta í fánalitum regnbogafánans. Ég fann nú ekki fjólubláa grænmetið sem ég ætlaði mér að nota, en hvað um það, kirsuber eru gómsæt. Þið getið auðvitað notað hvaða grænmeti og ávexti sem er, svo lengi sem þeir líkjast litum fánans.

Gleðilega Hinsegin daga kæru vinir! <3

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.