Þetta salat er einfalt að útbúa og nánast hægt að nota hvaða grænmeti sem er. Ég fer eftir því hvað er til heima og þegar ég gerði salatið síðast átti ég blómkál, spergilkál og Palermo papriku. Ég hef líka stundum gert þetta með tómötum, ýmsum tegundum af baunum og gulrótum, svo fátt eitt sé nefnt. […]

Read More

Hráefni 300 g soðinn, hvítur fiskur (400 g ósoðinn) 200 g soðnar kartöflur (skornar í bita) 1 lítill laukur, skorinn í teninga  1 tsk tapioka 3,5 dl möndlumjólk  30 g tapioka 1/2 dl vatn 20 g vegan smjör (Naturli, kubbur)  1 tsk indversk karrýblanda 1/2 tsk svartur pipar 1/2 tsk sítrónupipar 1/2 tsk fjórar árstíðir […]

Read More

Ég heyri fólk svo oft segja að það nenni ekki að borða bara salat. Það sé svo óspennandi. Vissulega getur það verið rétt ef ekkert er gert til að skapa tilbreytingu og láta nýjar bragðtegundir leika við bragðlaukana annað slagið. Alls konar salat sósur og dressingar geta gert gæfumuninn og svo er líka ljúffengt að […]

Read More

Nú haustar að og uppskeran úr ræktunarkössunum mínum orðin lítil. Þá var nú gott að leita á náðir VAXA, sem rækta nokkrar tegundir af salathausum, sprettur og kryddjurtir. Fátt er betra fyrir kroppinn en sprettur, stútfullar af næringarefnum. Grænsprettur (e. microgreens) eru plöntur (grænmeti, kál, krydd) sem eru aðeins ræktaðar upp að fyrsta vaxtarstigi og […]

Read More

Nú stendur yfir skemmtilegasti tíminn hjá þeim sem rækta heima. Hér sjáið þið uppskeru dagsins. Spergilkál, rauðrófa, sellerí og Lollo Bionda salat úr ræktunarkössunum og gúrkur, tómatar, kúrbítur, baunir og kryddjurtir úr gróðurhúsinu. Þarna eru líka tvö jarðarber, en þau fóru í munninn áður en salatið var tilbúið. Áskorunin var að búa til salat úr […]

Read More

Satt best að segja hef ég ekki hugmynd um hvers vegna blóm og plöntur þrífast vel hjá mér. Aðferðirnar eru sannarlega ekki vísindalegar, en ég les mér til og reyni mitt besta. Ég tala mikið við plönturnar og syng fyrir þær. Um daginn spurði vinkona hvort það væru einhver sérstök lög sem þeim líkaði betur […]

Read More