Grænt salat með myntu- og sítrónusósu

Ég heyri fólk svo oft segja að það nenni ekki að borða bara salat. Það sé svo óspennandi. Vissulega getur það verið rétt ef ekkert er gert til að skapa tilbreytingu og láta nýjar bragðtegundir leika við bragðlaukana annað slagið. Alls konar salat sósur og dressingar geta gert gæfumuninn og svo er líka ljúffengt að bæta við sprettum, ristuðum fræjum, berjum eða hnetum svo dæmi séu tekin. Að þessu sinni ákvað ég að njóta þess að hafa salatið alveg hrátt og grænt, ekkert bakað grænmeti eða grillað eins og í hinum uppskriftunum. Ég átti kassa frá VAXA af brakandi nýju salati og fullt af sprettum.

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við VAXA. Þarna gefur að líta salathaus, salatblöndu, baunasprettur og svo sprettur sem heita hvítlauks graslaukur og brokkólí.

Mig langaði að prófa að gera sósu með sem væri ólík þeim sem ég hafði áður prófað og þar sem myntan mín var orðin úr sér vaxin var um að gera að nýta hana. Mér datt í hug að sítróna færi vel með og svartur pipar. Það reyndist rétt. Þessi salatsósa verður sko gerð oft á þessum bæ.

Ég byrjaði á að gera sósuna því hún verður betri ef hún fær að taka sig aðeins í ískápnum. Ekki síðri daginn eftir ef út í það er farið.

Hráefni

safi úr 1/2 sítrónu

lauf af 10-12 myntustilkum

200 g ólífu olía

100 g mōndlumjólk

1 msk svartur pipar, mulinn

salt eftir smekk

Aðferð 

Allt sett í könnu, eða aflangt djúpt ílát, og töfrasproti notaður til að blanda saman. Á þann hátt sem myndbandið neðst á síðunni sýnir. Sama aðferð og þegar gert er vegan mayonnaise. Athugið að þetta virkar ekki eins vel ef möndlumjólkin inniheldur önnur hráefni en möndlur, vatn og salt. Aðrar tegundir af jurtamjólk sem ég hef prófað virka ekki heldur í þessu samhengi og ekki extra virgin ólífuolía heldur. Hægt að krydda með hverju sem ykkur dettur í hug og í þessu tilfelli notaði ég sem sagt myntu, sítrónu og mikið af svörtum pipar.

Ég hrúgaði salatinu ofan á salatblöðin…
Svo dreifði ég svolítilli salatsósu yfir. Annars bar ég hana fram í könnum með, því það er svo misjafnt hvað fólk vill mikið af henni.
Hér eru svo ristuð graskers- og sólblómafræ og sprettur komið ofan á, sósan tilbúin í tveimur könnum og ekkert eftir annað en gæða sér á matnum 🙂

Þessi uppskrift er unnin í samvinnu við VAXA.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.