VAXA salat, vinaigrette og vegan basiliku mayonaise.

Nú haustar að og uppskeran úr ræktunarkössunum mínum orðin lítil. Þá var nú gott að leita á náðir VAXA, sem rækta nokkrar tegundir af salathausum, sprettur og kryddjurtir. Fátt er betra fyrir kroppinn en sprettur, stútfullar af næringarefnum. Grænsprettur (e. microgreens) eru plöntur (grænmeti, kál, krydd) sem eru aðeins ræktaðar upp að fyrsta vaxtarstigi og eru í raun fyrstu stilkar og lauf jurta og grænmetisplantna. Fræum er sáð mjög þétt og þegar plönturnar eru á þessu byrjunarstigi er næringarinnihaldið margfalt hærra en hjá fullvaxta plöntu og bragðið mun sterkara. Best að borða þær óeldaðar. Hægt að setja spretturnar út í salöt og skreyta með þeim. Ég skreyti oft bæði brauð og heita rétti með sprettum. Það er hægt að kaupa vörunar frá VAXA í fjölda matvöruverslana og líka hægt að vera í áskrift. Þið getið lesið um það HÉR. Ég fékk fyrsta kassann minn nýlega og ákvað að búa til salat og nota basilikuna til að krydda vegan mayo. Það var einstaklega ljúffengt, þó ég segi sjálf frá 🙂

Þessi grein er unnin í samstarfi við VAXA.

Til að gera basiliku mayo, notið þið ÞESSA UPPSKRIFT og setjið út í hana væna lúku af basiliku áður en þið maukið með töfrasprotanum.

Það er hins vegar vinaigrette sem er í könnunni til hægri á myndinni. Margir eiga sínar uppáhalds uppskriftir, en hér kemur mín.

Vinaigrette

Hráefni

100 g olía

20 g eplaedik 

1 tsk dijon sinnep (eða meira eftir smekk)

1 msk saxaður laukur

1 msk fersk steinselja

salt og svartur pipar

Aðferð

Sett í blandara og látið ganga í 10-15 sek. 

Salatblöðin sett neðst, síðan salatblöndur og sprettur. Eina sem ég bætti við og var ekki frá VAXA voru tómatar. Svo setur hver vinaigrette og/eða basiliku mayo út á. Ég notaði hvoru tveggja.

Svona leit kassinn minn út og hann innihélt eftirfarandi; Salatblöndu, salathaus, basiliku og spretturnar voru baunasprettur, graslauks, morgunfrú, sinneps frills, rautt ljón og græn radísa.

Með sprettunum fylgdi þessi texti;

Baunasprettur

Bragð: Sætt, baunabragð.
Áferð og litur: Grænir kræklóttir stilkar með grænum blöðum.
Næringarinnihald: B1, B2, B3, C vitamin, kalsíum, kalíum og magnesíum.
Notkun: Ferskt og eldað. Með grilluðum mat, grænmetisréttum, öllu kjöti og fiski. Passar vel með fennel, myntu, pipar, sinnepi, chilli, sellerí, gulrótum, hvítlauk, engifer, radísu, soja og jafnvel útí couscous.

Blaðlaukur (e. Leek)

Bragð: Milt laukbragð með örlítlum agúrku tón.
Litur og áferð: Stökkt. Hvítir og grænir stilkar með svörtum kúlum á endanum.
Næringarinnihald: A, B , C, E og K vítamín, magnesíum, fólinsýra, járn og trefjaríkt.
Notkun: Ferskt eða eldað. Kjöt, fiskur, grænmetisréttir. Passar vel með súpum, á samlokur, eggjum, myntu, chilli og pipar.

Morgunfrú (e. Marigold)

Bragð: Beiskt, með myntu undirtón.
Áferð og litur: Stökkt. Bleikir stilkar með grænum laufum.
Næringarinnihald: B, C og K vítamín, fólinsýra og trefjaríkt.
Notkun: Ferskt. Eftirréttir, salöt og drykkir. Passar vel með basilíku, myntu, út í salat og frábært til að toppa eftirrétti svo sem pavlovu og sítrónuköku.

Sinneps Frilly

Bragð: Piprað sinnepsbragð.
Áferð og litur: Stökkt. Grænir stilkar með grænum og rauðum blöðum.
Næringar innihald: A, C, K vítamín, kalíum og trefjaríkt.
Notkun: Ferskt og eldað. Sjávarréttir, kjöt, grænmetisréttir og salöt. Passar vel með sveppum, aspas, eggjum, osti og olífu olíu.

Rautt Ljón (e. Red Lion sinnepskál)

Bragð: Beiskt, piprað sinnepsbragð.
Áferð og litur: Stökkt. Ljós grænir stilkar með grænum  og vínrauðum hjartalaga blöðum.
Næringarinnihald: A, C, K vítamín, kalíum og trefjaríkt.
Notkun: Ferskt og eldað. Sjávarréttir, kjöt og grænmetisréttir. Passar vel með kartöflum, baunum og brokkolí. Frábært til að toppa ofan á roast beef samloku.

Græn radísa

Bragð: Ferskt piprað eftirbragð.
Áferð og litur: Stökkur grænn stilkur með mjúkum, hjartalaga, grænum blöðum á endanum.
Næringarinnihald: A og C vítamín. Kalíum, kalsíum, magnesíum og trefjaríkt.
Notkun:  Best fersk en hægt að elda. Í samlokur, vefjur, ofan á salat, með asískum mat. Með öllu kjöti og sjávarréttum. Passar vel með pipar, papriku, gulrót, eggaldin, lauk, kúmeni, chilli, engifer, hvítlauk, soja og ólívuolíu.

Ljúffengt og bragðmikið var það en best af öllu er hvað manni líður vel eftir svona máltíð 🙂

Þessi grein var unnin í samstarfi við VAXA.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.