Vegan mayonnaise

Vegan mayonnaise

Hráefni

200 g ólífuolía

100 g möndlumjólk, án sætu- og þykkingarefna

2 tsk sítrónusafi eða eplaedik

salt

svartur pipar

Aðferð

Setjið allt í könnu, eða aflangt djúpt ílát, og notið töfrasprota til að blanda saman. Það þarf að vera gert eins og myndbandið sýnir. Athugið að þetta virkar ekki eins vel ef möndlumjólkin inniheldur önnur hráefni en möndlur, vatn og salt. Aðrar tegundir af jurtamjólk sem ég hef prófað virka ekki heldur í þessu samhengi og ekki extra virgin ólífuolía heldur. Hægt að krydda með hverju sem ykkur dettur í hug. Ég hef notað hvítlauk, kóríander, dill, chilli og fleira.

Vegan mayo

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.