Mér þykir mjög vænt um þessa mynd sem sonur minn tók af mér í vor. Þarna sést vel hvernig forræktunin yfirtekur eldhúsið á þessum árstíma. Veturinn var ekki eins harður og í fyrra og vorið gott framan af. Reyndar komu slæm hret í maí, en við á höfuðborgarsvæðinu þurfum ekki að kvarta þó ástandið hafi […]

Read More

Í gróðurhúsinu bíða okkar tugir jarðarberja þessa dagana og þau eru himnesk. Mest fer beint upp í munninn án viðkomu á diski, en stundum getur verið gaman að búa til eftirrétti með þeim í aðalhlutverki. Hráefni jarðarber (magn er smekksatriði) 1/3 bolli pecan hnetur 1/3 bolli kasjú hnetur 1/4 bolli glútenlausir hafrar 1/4 bolli poppað […]

Read More

Fátt er betra en nýupptekið smælki og grænmeti og kryddjurtir úr gróðurhúsinu og garðinum. Ágúst er gjöfulastur mánuða hvað þetta varðar, og í þessum rétti er allt þaðan nema ólífuolía, sítrónusafi, jurtamjólk, rauðlaukur, kapers, salt og svartur pipar.  Hráefni 300 g kartöflur 200 g spergilkál 2-3 blóðbergsstilkar 2-3 rósmarínstilkar 2 hvítlauksgeirar ólífuolía salt og svartur […]

Read More

Það er skemmst frá því að segja að ræktunin gengur miklu betur en í fyrra, enda var maí einstaklega sólríkur í ár. Þegar ég skoða myndir frá síðasta ári virðist gróðurinn vera tæpum mánuði á undan núna. Við fengum gróðurhúsið heldur ekki fyrr en í júní í fyrra svo við gátum ekki forræktað í því […]

Read More

Eins og mig grunaði er gaman að eiga gróðurhús að vori til. Það var rosalegt eldhúspartý í gangi kringum 20. apríl. Þá ákváðum við að setja lítinn ofn út í gróðurhús, ég prikkaði, og svo fóru flestar plönturnar út. Þær virðast dafna með eindæmum vel, ég krossa enn fingur og vona að allt verði í […]

Read More

Í augnablikinu snjóar í höfuðborginni og það er frost í spánni næstu daga. Vorið getur verið ansi brokkgengt hér á landi. Fyrir hálfum mánuði byrjaði ég að hreinsa til í gróðurhúsinu, klippa dauð lauf og greinar af rósunum og jarðarberjaplöntum, sem virðast hafa lifað af þennan óvenju harða vetur. Ég gleðst reyndar yfir að húsið […]

Read More

Í sumar byrjaði ég og endaði alla daga í gróðurhúsinu. Eðli málsins samkvæmt fölnar flest og fer í dvala yfir veturinn, svo viðbrigðin urðu töluverð. Fyrstu vikurnar fannst mér ég svíkjast um þegar ég sleppti því að tipla út í hús nokkrum sinnum á dag. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi […]

Read More

Nú stendur yfir skemmtilegasti tíminn hjá þeim sem rækta heima. Hér sjáið þið uppskeru dagsins. Spergilkál, rauðrófa, sellerí og Lollo Bionda salat úr ræktunarkössunum og gúrkur, tómatar, kúrbítur, baunir og kryddjurtir úr gróðurhúsinu. Þarna eru líka tvö jarðarber, en þau fóru í munninn áður en salatið var tilbúið. Áskorunin var að búa til salat úr […]

Read More