Í sumar byrjaði ég og endaði alla daga í gróðurhúsinu. Eðli málsins samkvæmt fölnar flest og fer í dvala yfir veturinn, svo viðbrigðin urðu töluverð. Fyrstu vikurnar fannst mér ég svíkjast um þegar ég sleppti því að tipla út í hús nokkrum sinnum á dag. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi verið um að vera.
Þegar þetta er skrifað, 2. nóvember eru rósirnar enn að gleðja mig.
Pota niður nokkrum gerðum af laukum sem vonandi munu blómstra fallega í vor.
Nú bíð ég róleg í nokkra mánuði, en hlakka til þegar ég get farið að forrækta úti í húsi í mars eða apríl 🙂