Óhefðbundið tómatsalsa með radísum og spírum

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Ecospíru og Filippo Berio.

Fátt gefur líkamanum betri næringu en spírur. Það er hægt að borða þær á ótal vegu, en algengast er að þær séu notaðar til að skreyta grænt salat eða smurt brauð. Möguleikarnir eru þó endalausir.

Þar sem sterkt kryddbragðið af radísuspírum er svo skemmtilegt datt mér í hug að settja þær út í tómatsalsa í stað kóríanders. Ég setti líka radísur og gúrkur út í salsað og það heppnaðist ljómandi vel.

Hráefni

2 lúkur radísuspírur

4 stórir tómatar

1/2 gúrka

6 radísur

1 msk rauðlaukur

1 hvítlauksrif

2 msk ólífuolía

1 msk safi úr sítrónu

salt og svartur pipar eftir smekk

Aðferð

Skafið fræin úr tómötunum og skerið aldinkjötið í litla bita. Skrælið gúrkuna, fjarlægið fræin og skerið það sem eftir er í smáa bita. Hreinsið rauðlauk og hvítlauk og saxið. Skerið radísurnar í örþunnar sneiðar.

Blandið þessu öllu saman í skál. Setjið olíu, safann úr sítrónunni, salt og svartan pipar eftir smekk, og helminginn af spírunum út í skálina og hrærið vel saman. Þið getið aukið við magn hvítlauks og sítrónu að vild.

Skreytið með afganginum af radísuspírunum.

Þetta er gott að nota út á græn salöt, með heitum pottréttum, fiski eða hreinlega borða það eitt og sér 🙂

Ég átti líka afgang af graskerssúpunni frá því um daginn og prófaði að setja væna lúku af blaðlauksspírum út á hana. Það var virkilega góð tilbreyting, að ekki sé talað um hollustuna.

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Ecospíru og Filippo Berio. Þið getið lesið meira um spírur HÉR.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis