Allt of mikið vesen!

 

„Ég myndi aldrei nenna þessu. Það hlýtur að taka brjálæðislega mikinn tíma,“ eru setningar sem ég heyri mjög oft. Vissulega tekur talsverðan tíma að elda sumt frá grunni og ég skil vel þá sem hafa ekki gaman af matarstússi að vilja ekki verja miklum tíma í eldhúsinu. 

Margt er hins vegar furðu einfalt og tekur mjög stuttan tíma. Um daginn gerði ég túnfisksalat með vegan majonesi. Það tók mig 15 mínútur, þar af tók 3 mínútur að gera vegan majó. Ég hlustaði á þrjú lög á streymisveitu á meðan og hefði náð að horfa á hálfan þátt á Netflix. Ég hefði verið lengur að hlaupa út í búð til að kaupa salat, fyrir nú utan hvað það er dýrt og inniheldur oftar en ekki fullt af aukefnum og ósköp lítinn túnfisk. Að ekki sé minnst á hvað það er fínt að sleppa við endalausar plastumbúðir.

Sama á við um svo ótal margt sem maður miklar fyrir sér að gera. Ég ætti að vita það þar sem ég hef oft átt tímabil þar sem ég hefði getað unnið verðlaun fyrir bestu atlöguna að frestunaráráttu.

Vegan mayo með ferskum kryddjurtum. Ennþá fljótlegra en túnfisksalatið.

Og hér er uppskrift að Vegan Mayo

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.