Vefjur með hakksósu, salsa og guacamole

Hráefni

400 g sojahakk 

1 laukur

4 hvítlauksrif

1 rauður chilli

2 dósir saxaðir, lífrænir tómatar

1 dós blandaðar lífrænar baunir; hvítar, rauðar nýrnabaunir og smjōrbaunir 

1/2 tsk cumin

1/2 tsk cayennepipar

1 tsk kóríanderduft

salt og pipar

200 ml vatn

olía til steikingar

Aðferð

Hreinsið og saxið lauk, hvítlauk og chilli. Steikið það um stund á heitri pönnu og þegar það hefur aðeins tekið lit er hakkinu blandað saman við og brúnað áfram. Það brúnast ekki jafnvel og kjöthakk, en það gerir ekki til. Kryddið sett saman við og  blandan látin steikjast aðeins meira áður en tómatar og vatn fara út í. 

Allt látið malla í u.þ.b. hálftíma.

Baununum blandað saman við og látið malla áfram í 5 mínútur, eða þar til blandan er passlega þykk fyrir ykkar smekk.

Salsa

Hráefni

6 tómatar

1 lítill rauðlaukur, eða hálfur stór

1/2 gul paprika

4-5 hvítlauksrif 

1 grænn chilli

1 msk jalapeño

1 msk saxað ferskt kóríander 

1 msk söxuð fersk steinselja 

1 tsk cumin

1/4 tsk cayennepipar 

salt og pipar

1/2 límóna, safinn úr henni

1 msk olífuolía

Aðferð

Saxið tómata, rauðlauk, papriku, hvítlauk, chilli, jalapenjo, kóríander og steinselju.

Setjið allt í skál og blandið kryddinu saman við. 

Setjið olíuna út á, sem og límónusafann. 

Blandið vel saman og bætið kryddi við ef þarf.

Guacamole

Hráefni

300 g avocado, ferskt eða frosið

1 msk saxaður rauðlaukur

1 msk af söxuðum, ferskum kóríander, eða eftir smekk

1/2 sítróna, rifinn börkur

1/2 límóna, safinn úr henni

Aðferð

Hreinsið og maukið avocado-ið. Ég nota kartöflustappara til að mauka það en það er líka hægt að nota gaffal, eða jafnvel hrærivél.

Saxið rauðlauk og kóríander.

Blandið öllu saman í skál og setjið límónusafa og rifinn sítrónubörk saman við.

Sumir nota saxaða papriku, tómata eða chilli í avocado og meira krydd, en mér finnst það gott svona einfalt. Algjört smekksatriði og lengi hægt að leika sér með grunninn.

Borið fram í glútenlausum vefjum, eða með glútenlausu snakki, og vel af grænu salati.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.