Fyrir nokkrum mánuðum ákvað ég að borða salat í hádeginu flesta daga. Áskorunin var að neyta sem flestra grænmetistegunda í hverri viku. Eftir tvær vikur var ég orðin orkumeiri en áður og nú er ekki aftur snúið. Ég finn hvað þetta gerir mér gott. Til að salötin verði ekki leiðigjörn er um að gera að hafa þau fjölbreytt og svo finnst mér gott að setja súrkál, spírur, sprettur, fræ og hnetur út á. Góðar sósur eru líka frábær viðbót, þó mér finnist eiginlega best að nota bara ólífuolíu og svartan pipar. Ólífuolía með sítrónubragði er í uppáhaldi. Auðvitað er hráefnið mikilvægast, ég er oftast með salat, kryddjurtir og sprettur frá VAXA sem grunn, allavega á þeim árstíma sem ég nota ekki salat úr garðinum. Reyni að velja lífrænt grænmeti og best er að það sé ekki langt að komið. Ég nota gjarnan afganga út á salatið, afganga af bökuðu grænmeti, salsa og rækjum svo dæmi séu nefnd. Gott að spyrna á móti matarsóun. Myndin hér að ofan er frá 2021, þar er ég einmitt með bakað grænmeti í salatinu. Ég hef tekið mikið af salatmyndum að undanförnu og datt í hug að þær gætu verið ágætis hugmyndabanki fyrir þau sem langar að borða meira grænt. Svo bætti ég við eldri myndum úr safninu líka 🥗
Vegan mayo með kóríander í krukkunni. Á disknum eru tvær gerðir af salatblöndum, sprettur, radísur, kóríander og tómatsalsa.
Salatblanda, avocado, tómatar, bláber og ristaðar kjúklingabaunir.
Volgt kartöflusalat með rauðlauk, capers, dilli, myntu og sprettum.
Salatblöndur, gulur chilli, steiktir sveppir, rauðlaukur og spergilkál.
Salatblanda, spergilkál, bláber og sólblómafræ.
Salatblöndur, avocado og ristaðar kjúklingabaunir.
Blöð af salathaus, salatblanda, tómatar, harðsoðin egg, spínat, súrkál og sprettur.
Sama og á myndinni á undan, nema í þetta skipti var ekkert kimchi og eggið harðsoðið.
Salatblöndur, agúrkur, tómatar, kúrbítur og rauðrófur.
Salatblöndur, spergilkál, radísur, svartur pipar, Kimchi frá Dagnýju og Spicy Kimchi frá Móður jörð. Bread Pitt bolla með.
Salat, spergilkál, gulir og rauðir tómatar og nokkrar gerðir af spírum frá Ecospíra.
Salatblanda, tómatar, ætiþistlar, gulrót, ólífur og brauðbolla.
Salatblöndur, blómkál, basilíka, sítrónuolía og svartur pipar.
Salatblöndur, granatepli, bláber og fræ.
Salatblöndur, tómatar, glútenlaust pasta, skjaldfléttublóm og spírur.
Salatblöndur, avocadó, gulrót, linsoðið egg, tómatar, Kimchi frá Dagnýju og bolla.
Salatblöndur, sprettur, rækjur, blómkál, baunir, harðsoðið egg og Kimchi frá Dagnýju.
Salatblöndur, avocado, ólífur, svartur pipar, sítrónuolía og Kimchi frá Dagnýju.
Salat, spergilkálssprotar, gúrkur, tómatar og kartöflur.
Salatblöndur, ólífur, sítrónuolía, Spicy Kimchi frá Móður jörð og brauðbolla.
Þessi hugmyndabanki var gerður í samstarfi við VAXA.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.