Á tveggja ára afmæli Mabrúka gleður mig að kynna fyrir ykkur hinn eina sanna Bread Pitt! Aðdragandinn hefur verið langur og þróunin brokkgeng, en loksins er kominn brauðhleifur sem stendur undir nafni. Léttur í sér og fagur með hvítlauksbragði. Þegar ég grínaðist með það fyrir nokkrum mánuðum á Facebook að mig langaði að þróa brauð með þessu heiti fékk eiginmaðurinn Lóu Hjálmtýsdóttur til að teikna af mér mynd, sem hann gaf mér svo í jólagjöf. Þá varð áskorunin um að gera Bread Pitt að veruleika enn brýnni.
Hráefni
250 g vatn
325 g ósæt haframjólk, eða möndlumjólk
30 g sesamfræ
55 g möndlumjöl
50 g hrísmjöl
50 g husk
20 g soyjamjöl
20 g sesam mjöl
10 g vínsteinslyftiduft
10 g matarsódi
5 g ólífuolía
1-2 msk hvítlauksduft, frá Mabrúka
1 tsk grænmetisblanda, frá Mabrúka
salt og svartur pipar eftir smekk
1 msk eplaedik
sesamfræ til skreytingar
Einnig hægt að setja ólífur saman við eða annars konar fræ.
Aðferð
Setjið vatn og plöntumjólk í hrærivélarskál og hrærið huskið saman við. Látið bíða í a.m.k. 5 mínútur meðan huskið dregur vökvann í sig.
Blandið olíu, lyftiefnum, mjöli, fræjum og kryddi saman við og hrærið þar til allt hefur samlagast vel. Blandið að lokum eplaedikinu út í og hrærið saman. Mjög varlega og stutt, bara rétt þannig að það blandist saman við. Ef þið notið ólífur fara þær saman við á þessu stigi líka.
Hafið hrísmjöl á borðinu þegar þið mótið brauðið. Svo það klessist ekki.
Gætið þess að setja ekki mikið í formin, setjið bara þannig að þau séu hálf, því deigið lyftir sér mikið. Athugið að það er auðveldara að baka litlu brauðin.
Skreytið með sesamfræjum.
Bakið þau litlu við 170 gráður í 40 mínútur, en stærri þurfa u.þ.b. klukkustund og korter. Ofnar eru misjafnir svo þau gætu þurft lengri tíma. Athugið að það má sleppa hvítlauksduftinu.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Mabrúka.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.