Litlar pönnukökur  

Á þjóðhátíðardaginn okkar er hefð fyrir að bera fram eitthvað gómsætt með kaffinu. Hér kemur uppskrift að heilsusamlegum pönnukökum sem munu gleðja marga. Gleðilegan 17. júní! 🇮🇸

Uppskriftin er unnin í samvinnu við Rapunzel og Good Good.

Hráefni

2 msk chia fræ

1/2 bolli vatn

1/2 bolli möndlumjólk

1 msk. epla edik 

10 dropar stevia, frá Good Good

1 tsk hreint vanilluduft, frá Rapunzel 

1 msk ólífuolía

1 bolli möndlumjöl

1/2 bolli hrísmjöl 

1/3 bolli cassava mjöl

1/3 bolli tapiokamjöl

1/2 tsk matarsódi

1 tsk vínsteinslyftiduft

ögn af salti

2 og 1/4 bolli möndlumjólk

Aðferð

Malið chia fræin í blandara (það er ekki nauðsynlegt en pönnukökurnar verða fínlegri) og blandið þeim saman við vatnið. Látið það bíða í 5 mínútur meðan fræin þenjast út. 

Setjið edikið í 1/2 bolla af möndlumjólk og látið það líka bíða í 5 mínútur. Þá þykknar möndlumjólkin örlítið.

Blandið öllum þurrefnunum saman í hrærivélarskál. 

Bætið olíu, vanillu og sætuefni saman við chia ‘eggið’. Setjið möndlumjólkur- ediksblönduna út í það. 

Setjið blönduna í skálinni út í þurrefnin í hrærivélarskálinni og síðan möndlumjólkina – 2 og 1/4 bolla sem er skráður neðst í uppskriftinni. 

Hrærið allt vel saman í hrærivélinni. Ekki láta ykkur bregða þó deigið sé aðeins öðruvísi en venjulegt pönnukökudeig, aðeins kornóttara og sundurlausara. Það lagast þegar þær eru bakaðar á pönnu við lágan hita. Mikilvægt að hitinn sé ekki of mikill og pönnukökurnar séu dálítið lengi að bakast áður en maður snýr þeim við.

Gott að bera fram með þeyttum kókosrjóma og berjum eða sykurlausri sultu. Uppáhaldið mitt sem álegg er sítrónukrem og kókosrjómi.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Rapunzel og Good Good.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.