Mér þykir mjög vænt um þessa mynd sem sonur minn tók af mér í vor. Þarna sést vel hvernig forræktunin yfirtekur eldhúsið á þessum árstíma. Veturinn var ekki eins harður og í fyrra og vorið gott framan af. Reyndar komu slæm hret í maí, en við á höfuðborgarsvæðinu þurfum ekki að kvarta þó ástandið hafi […]

Read More

Fátt er betra en nýupptekið smælki og grænmeti og kryddjurtir úr gróðurhúsinu og garðinum. Ágúst er gjöfulastur mánuða hvað þetta varðar, og í þessum rétti er allt þaðan nema ólífuolía, sítrónusafi, jurtamjólk, rauðlaukur, kapers, salt og svartur pipar.  Hráefni 300 g kartöflur 200 g spergilkál 2-3 blóðbergsstilkar 2-3 rósmarínstilkar 2 hvítlauksgeirar ólífuolía salt og svartur […]

Read More

Nú stendur yfir skemmtilegasti tíminn hjá þeim sem rækta heima. Hér sjáið þið uppskeru dagsins. Spergilkál, rauðrófa, sellerí og Lollo Bionda salat úr ræktunarkössunum og gúrkur, tómatar, kúrbítur, baunir og kryddjurtir úr gróðurhúsinu. Þarna eru líka tvö jarðarber, en þau fóru í munninn áður en salatið var tilbúið. Áskorunin var að búa til salat úr […]

Read More