Steiktur fiskur

Hráefni

500 g hvítur fiskur 

3 msk sesamfræ

3 msk hampfræ

salt og svartur pipar

sítrónupipar og/eða harissa ef vill

olía

Aðferð

Roð- og beinhreinsið fiskinn, þerrið hann og skerið í bita. 

Blandið saman fræjunum og kryddinu á disk eða stórt fat. 

Nuddið fiskinn aðeins upp úr olíu og veltið honum svo upp úr fræblöndunni.

Steikið á snarpheitri pönnu og látið roðhliðina snúa upp. Steikið þar til fiskurinn er á góðri leið með að verða hvítur í gegn. Hafið hann í mun styttri tíma á hinni hliðinni. Tímalengd fer eftir þykkt bitans, en það er mikilvægt að steikja fisk ekki það lengi að hann verði þurr. 

Það er sígilt að skella smá meiri olíu, eða vegan smjöri á pönnuna eftir að fiskurinn hefur verið tekinn úr henni og steikja lauk eða rauðlauk. Bera svo fram með steikta fiskinum ásamt sítrónubátum, kartöflum og salati.

En það getur líka verið gaman að bera fram öðruvísi meðlæti, s.s. Baunasalsa, kartöflumús, og/eða vegan mayo með t.d. svörtum hvítlauk, eða kryddjurtum.

Steiktur silungur með fræjum á beði úr salati og sætkartöflumús.
Þorskhnakki, steiktur upp úr fræjum, með vegan mayo, sveppum, baunum, seljurótarmús og asparagus.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.