Steikt próteinblanda og baunaspírur með sveppum og chilli

Þessi uppskrift er að hollu meðlæti, sem hægt er að nota með grilluðu grænmeti eins og t.d.

Grillað grænmeti í indverskum kryddlegi

eða

Grillað grænmeti í sterkum kryddlegi

Hráefni

300 g próteinblanda

50 g baunaspírur

8-10 sveppir

1 chilli

ólífuolía

pínu salt

svartur pipar

2-3 msk kryddlögur sem lagaður er fyrir grillað eða steikt grænmeti

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Ecospíra.

Aðferð

Skerið sveppina gróft og chilli í þunnar sneiðar. Fræhreinsið það áður ef þið eruð ekki fyrir mjög sterkan mat.

Hitið olíuna á pönnu og byrjið á að steikja sveppina þar til þeir hafa brúnast aðeins. Setjið kryddlöginn út á. Síðan fer chilli út í ásamt próteinblöndunni og steikið áfram í stutta stund. Kryddið og setjið að lokum baunaspírurnar út á pönnuna. Þær þurfa bara örstutta stund, innan við mínútu.

Raðið salatblöðum á disk og setjið blönduna af pönnunni ofan á. Annað hvort sem krans eða sem beð undir bakaða/steikta grænmetið.

Vegan mayo, kryddað með ferskum kóríander, er gott að hafa með.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Ecospíra.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.