Spírur gera margt betra. Stundum nota ég þær út í drykki, súpur og salöt, nú eða sem fallegt skraut á heita rétti. Þær njóta sín samt ekki síst á smurðu brauði.
Stundum er hægt að búa til fallega smurbrauðssneið, en svo getur líka verið fínt að borða bara spírurnar með.
Svona lítur hádegismaturinn minn gjarnan út. Fræbollur sem ég baka einu sinni í mánuði, og geymi í frysti, avocado með pínu sítrónuolíu og svörtum pipar, og síðast en ekki síst spírur.
Spírurnar mínar eru frá Ecospíru því ég er svo lánsöm að vera í samstarfi við það góða fyrirtæki.
Hér fyrir neðan má hins vegar sjá Living Seedful brauðsneið með basil vegan mayo, ætiþistlum, rauðlaukssneiðum, radísu- og baunaspírum. Ég get ekki mælt nógsamlega með hvað það er einfalt að búa sjálfur til vegan mayo og setja hvað sem er út í. Basil er í uppáhaldi.
Uppskriftin er gerð í samstarfi við Ecospíra og Living Seedful.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.