BOLLA BOLLA! Glútenlausar vatnsdeigsbollur

Ég reyni að forðast öll aukaefni eins og heitan eldinn, en einu sinni á ári leyfi ég mér að nota Xanthan Gum. Þessar bollur eru líka með eggjum, sem ég nota sjaldan í bakstur. Ekki hægt að gera vatnsdeig öðruvísi. Ég raða ekki í mig bollum, en 2-3 litlar bollur þennan eina dag hafa ekki gert mér illt 🙂

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Good Good og Rapunzel.

Hráefni

150 g vegan smjör, kubbur frá Naturli

250 g (250 ml) vatn

60 g (2/3 bolli) möndlumjöl

30 g (1/3 bolli) kókoshveiti

40 g (1/3 bolli) hrísmjöl 

1 tsk Xanthan Gum 

1/4 tsk salt

3 egg

Aðferð

Bræðið vegan smjörið, bætið vatninu saman við og látið suðuna koma upp.

Sigtið þurrefnin og blandið vel saman.

Hrærið þurrefnin saman við bráðið smjörið og vatnið í pottinum með sleif þar til það er kekkjalaust og losnar frá botninum. Kælið.

Þeytið eggin saman við, eitt í einu.

Sprautið deiginu á bökunarplötu eða setið það á hana með teskeið.

Bakið við 170 gráður í 25-30 mínútur. Lengur ef þið hafið bollurnar stórar. Passið að opna ekki ofninn fyrstu 20 mínúturnar, því þá geta bollurnar fallið.

Glassúr

30 g vegan smjör, kubbur frá Naturli

1 msk kakó

1 msk stevíuduft, frá Good Good

Bræðið vegan smjörið við vægan hita og hrærið stevíudufti og kakói saman við þar til það hefur samlagast vel og er glansandi.

Einnig hægt að bræða saman dökkt súkkulaði og vegan smjör til að setja ofan á bollurnar.

Hugmyndir að fyllingum

Þeyttur kókosrjómi og sykurlaus sulta

Þeyttur kókosrjómi og fersk ber

Vanillukrem og þeyttur kókosrjómi

Hindberjarjómi, eins og í þessari uppskrift, en einnig er hægt að hræra berjasultu saman við rjómann

Þeyttur kókosrjómi sem 2 msk af heslihnetu- og möndlusmjöri hefur verið þeytt saman við. Líka gott að saxa möndlur og/eða hnetur út í.

Sítrónukrem og þeyttur kókosrjómi

Möguleikarnir eru endalausir.

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Good Good og Rapunzel.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.