Vanillukrem

Hráefni

4 msk jurtasmjör

1/8 bolli kjúklingabaunamjöl

1 bolli vatn

1 msk stevíu duft

1 tsk hreint vanilluduft, mauk eða dropar

1/2 tsk salt

 

Aðferð

Bræðið smjörið í litlum skaftpotti við vægan hita. 

Þegar það er bráðnað er kjúklingabaunamjölinu hrært saman við líkt og þegar þegar gerð er hveitibolla.

Blandið öllu hinu saman við og látið suðuna koma upp. Hrærið stanslaust í á meðan. Sjóðið áfram í u.þ.b. 3 mínútur, eða þar til þið sjáið að það hefur þykknað þannig að það er auðvelt að mynda form með sleifinni.

Látið kólna áður en það er sett í bökur. Það geymist líka ágætlega í ískáp í nokkra daga, en þykknar aðeins við það. Líka hægt að nota vanillukremið með pönnukökum.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.