Bleikur október

Í tilefni af bleikum október eru hér uppskriftir að bleikum mat. Bleiki liturinn er táknrænn fyrir árverkni-og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins þar sem sjónum er beint að baráttuni gegn krabbameinum hjá konum.

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Rapunzel og Good Good.

Bleik berjablöndusulta

Hráefni

2 bollar frosin berjablanda

3 msk vatn

1/2 bolli fersk bláber, hindber eða jarðarber

2-3 msk chia fræ

1 tsk ferskt vanilluduft, frá Rapunzel

6 dropar karamellu stevía, frá Good Good

1 tsk sítrónusafi

Aðferð

Setjið bæði frosin og fersk ber í pott ásamt vatni og chia fræjum.

Látið malla við vægan hita í 5-7 mínútur.

Hrærið vanillu, sítrónusafa og stevíudropa saman við og látið blönduna kólna aðeins í pottinum.

Setjið sultuna í blandara og látið hann ganga þar til sultan er mjúk og fín.

Hversu mikið sætuefni þið notið er smekksatriði og það er líka hægt að nota það sem ykkur líkar best. Svo lengi sem það er náttúrulegt. Ef þið notið fersk hindber þarf meira en ef þið notið fersk jarðarber. Þá þarf ekki að nota nema agnarlítið. Mér finnst gott að hafa sultur ekki mjög sætar, en það er náttúrulega smekksatriði.

Þetta er líka fínasta sósa ef þið setjið aðeins eina matskeið af chia fræjum.

Bleikur hafra- eða kókosrjómi.

Það gerist ekki einfaldara en þetta. Þið bætið einfaldlega 1-2 teskeiðum af bláberjadufti frá Íslenskri hollustu út í rjómann þegar þið þeytið hann. Ljómandi með eftirréttum og kökum.

Það er líka hægt að setja nokkur fersk hindber út í rjómann. HÉRNA geturðu séð hvernig það er gert.

Blandaðir ávextir með hindberjarjóma

Gómsætar acai skálar eru líka fagur bleikar. Tvær uppskriftir af þeim er að finna HÉR og HÉR.

Svona á áferðin að vera.

Og svo er það bleikt berjabúst, dásamlega hollt og gott. Það finnurðu HÉR.

Berjabúst aðalmynd

Verði ykkur að góðu 💝

Uppskriftin að sultunni er gerð í samstarfi við Rapunzel og Good Good.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.