Açai skál með avocado

Hráefni

1 bolli berjablanda, frosin

1/2 bolli bláber, frosin

1/2 avocadó

1/3 bolli möndlumjólk, eða önnur jurtamjólk

2 tsk Açai duft

1 tsk hrein vanilla, frá Rapunzel (eða próteinduft með vanillubragði)

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Rapunzel.

Aðferð

Látið frosnu berin bíða í u.þ.b. 5-10 mínútur eftir að þau eru tekin úr frystinum. Þau eiga aðeins að taka sig, en frostið á ekki að fara úr þeim. Þetta er til að hlífa blandaranum.

Afhýðið og skerið avocadó í bita.

Setjið allt í kraftmikinn blandara eða matvinsluvél og látið ganga þar til blandan er silkimjúk. Stoppið annað slagið og skafið meðfram hliðunum. 

Svona á áferðin að vera.

Hellið í skál og skreytið með hollu og góðu meðlæti. Á myndunum er skál með bláberjum og granóla, en ég hef t.d. notað ristaðar kókosflögur, heilar hnetur, hnetumulning, fræ, fersk ber, möndlusmjör, ávaxtabita, poppað kínúa, glútenlaust haframjöl og/eða kakónibbur.

Uppskriftin er gerð í samvinnu við Rapunzel.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.