Açai skál án banana

Açai berin eru með eindæmum næringarrík og Açai skálar afar vinsælar. Ég hef þó ekki getað gætt mér á þeim hér á landi því allar sem ég hef rekist á eru með banana sem uppistöðu. Blessaðir bananarnir hækka blóðsykurinn of mikið fyrir mig. Það er alveg hægt að gera svona skál án þeirra og hér fylgir uppskrift þar sem einungis ber eru notuð sem sætuefni og kókosmjólk til að ná mýkt. Að gæða sér á þessu finnst mér ekki ósvipað því að fá sér ís. 

Uppskriftin er gerð í samvinnu við Rapunzel.

Hráefni

1 bolli bláber, frosin 

1/2 bolli berjablanda, frosin

1/4 bolli kókosmjólk, þykki hlutinn

3/4 bolli kókosmjólk, vōkvinn

2 tsk Açai duft

2 tsk prótein duft með vanillubragði (eða hrein vanilla)

pínu salt

Aðferð

Látið frosnu berin bíða í u.þ.b. 5-10 mínútur eftir að þau eru tekin úr frystinum. Þau eiga aðeins að taka sig, en frostið á ekki að fara úr þeim. Þetta er til að hlífa blandaranum.

Setjið allt í kraftmikinn blandara eða matvinsluvél og látið ganga þar til blandan er silkimjúk. Stoppið annað slagið og skafið meðfram hliðunum. 

Svona á áferðin að vera.

Hellið í skál og skreytið með hollu og góðu meðlæti. Ég hef t.d. Notað ristaðar kókosflögur, heilar hnetur, hnetumulning, fræ, fersk ber, möndlusmjör, ávaxtabita, poppað kínúa, glútenlaust haframjöl og/eða kakónibbur.

Ristaðar kókosflögur, pecan hnetur, valhnetur, poppað kínúa, bláber og granatepli.
Hér er önnur með glútenlausu haframjöli, kasjú hnetum, perum og jarðarberi.

Í þessari seinni skál notaði ég avocadó og haframjólk í stað kókosmjólkur. Kom ljómandi vel út líka og ég set inn uppskrift að því einn góðan veðurdag.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Rapunzel.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.