Vermandi grænmetispottur

Hráefni

120 g sellerí

400 g sellerírót

500 g sætar kartöflur

400 g grasker

330 g gulrætur

250 g blómkál

1 stór rauðlaukur

1 stór laukur

8 stk hvítlauksrif

2 msk saxaður engifer

2 stk rauður chilli

1 dós kjúklingabaunir

3 dósir maukaðir tómatar, lífrænir og án aukaefna

100 g kastaníusveppir (má sleppa)

50 g sykurbaunir (má sleppa)

250 dl grænmetissoð

3 msk fersk, söxuð steinselja

3 msk ferskur, saxaður kóríander (má sleppa)

salt og svartur pipar

olía til steikingar

spírur, frá Ecospíra

Aðferð

Hreinsið og saxið rótargrænmetið (sellerírót, sellerí, sætar kartöflur, grasker og gulrætur) í grófa bita. Laukarnir eru skornir í 6 báta hvern og blómkálinu skipt í kvisti. 

Sneiðið chilli í þunnar sneiðar og saxið hvítlauk gróft og engifer fínt. Saxið sömuleiðis steinselju og kóríander. 

Skerið hvern kastaníusvepp í fjóra hluta.

Steikið chilli, kryddjurtir, lauk og kjúklingabaunir aðeins í heitum potti sem má fara inn í ofn. 

Allt grænmetið sett saman við og látið brúnast með í smá stund. Veltið því svo kryddið blandist saman við og saltið og piprið. 

Hellið grænmetissoðinu yfir og blandið maukuðu tómötunum saman við. 

Setjið í ofn í 50 – 60 mínútur á 200 gráðum. 

Sveppir og sykurbaunir steikt í smá stund á pönnu, ef þið viljið blanda þeim saman við réttinn.

Eftir að pottrétturinn er tekinn úr ofninum er betra að láta hann hvíla í 30-40 mínutur og hræra annað slagið varlega í honum. Í lokin eru svo sveppir, baunir og tvær lúkur af spírum sett út í.

Gott að hafa hrísgrjón með og skreyta með spírum. 

Ath. Þið getið notað aðrar tegundir grænmetis en þær sem hér eru notaðar. Mér finnst t.d. líka gott að nota spergilkál, kartöflur og papriku.

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Ecospíra.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.