Vegan smalabaka

Hráefni

1 pk vegan hakk (324 g)

1 bolli sólblómafræ

1 laukur

3-4 hvítlauksrif

2 gulrætur, litlar

1 lítill sellerí stilkur, eða hálfur stór

1 msk Yfir holt og heiðar, lambakrydd, frá Kryddhúsinu

1 msk grænmetiskraftur, glúten- og aukaefnalaus

1 msk tómatþykkni, án sykurs og aukaefna

2 bollar vatn

1 msk tapioka, kúfuð

ólífuolía til steikingar

salt og svartur pipar

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Kryddhúsið.

Aðferð

Hitið bakaraofninn í 220°C.

Gerið kartöflustöppuna fyrst. Þið getið notað ykkar uppáhalds uppskrift, en HÉR finnið þið uppskrift að sætkartöflumús.

Hreinsið og saxið lauk, hvítlauk, sellerí og gulrætur.

Malið sólblómafræin í örskamma stund. Gætið þess að þau verði ekki að dufti.

Steikið lauk, hvítlauk, sellerí og gulrætur í smástund á pönnu, eða þar til það er mjúkt en ekki farið að brúnast.

Bætið vegan hakkinu og sólblómafræjunum saman við og steikið áfram í u.þ.b. 5 mínútur.

Kryddið og setjið tómatkraftinn og grænmetisteninginn saman við.

Leysið tapiokað upp í smávegis af vatninu og hrærið saman við hakkblönduna í pönnunni. Að síðustu er restinni af vatninu blandað saman við og allt soðið niður í 15-20 mínútur.

Setjið hakkblönduna í eldfast form og sprautið eða smyrjið kartöflustöppu eða stöppu úr sætkartöflum yfir. Ég setti helming af hvoru því það er misjafnt hvað heimilisfólk vill.

Stingið forminu í ofn í u.þ.b. korter, eða þar til stappan hefur aðeins brúnast.

Ath. Að ef þið viljið hafa meira hakk í forminu má alveg tvöfalda uppskriftina.

Sumum finnst gott að rífa smá vegan ost yfir áður en formið er sett í ofninn.

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.