Sætkartöflustappa

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Kryddhúsið.

Hráefni

600 g sæt kartafla

200 ml möndlumjólk, eða haframjólk

2 msk vegan smjör

smá ólífuolía, til steikingar

1/2 – 1 msk sætkartöflukrydd, frá Kryddhúsinu (má sleppa)

salt og svartur pipar

Aðferð

Flysjið sætu kartöfluna og skerið í kubba.

Hitið smá ólífuolíu í potti og veltið síðan kartöflukubbunum upp úr henni í smá stund. Kryddið.

Hellið möndlumjólkinni út í og sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 20 mínútur. Takið lokið af og látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar ef kartöflurnar eru ekki orðnar mjúkar.

Takið pottinn af hellunni, blandið vegan smjörinu saman við og maukið með töfrasprota. Kryddið meira ef þarf.

Ath. Að það er ekki nauðsynlegt að steikja sætu kartöfluna fyrst upp úr olíu, en stappan verður bragðbetri.

Það er líka mjög gott að nota hvítlauk og/eða kryddjurtir út í stöppuna. Ef þið notið hvítlauk getið þið skorið hann smátt og sett hann út í um leið og kartöflurnar svo hann mýkist aðeins. Ekki síðra að nota hvítlaukssmjör. Ef þið notið kryddjurtir fara þær saman við síðast.

Sætkartöflustöppu er gott að nota með bæði grænmetis- og fiskréttum.

Með hnetusteik á jólunum.
Þarna er hún á beði af salati úr garðinum og ofan á er grillað blómkál, trufflu vegan mayo, dukkah og bakað grænkál, stökkt og gott.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.