Skæslegt smurbrauð

Eftir að hafa bakað mín eigin brauð í þrjú ár fann ég loksins tilbúin brauð sem meltingarkerfið mitt þolir. Þau heita Living Seedful og fást í nokkrum gerðum. Gómsæt brauð sem eru sneisafull af næringarríkum fræjum og án allra þykkingar- og aukaefna. Glútenlaust, vegan og án sykurs eða sætuefna. Einstök matvara flytur þau inn og þau fást m.a. í Vegan búðinni, Heilsuhúsinu og í stundum í Nettó ef mig misminnir ekki.

Greinin er unnin í samstarfi við Einstaka matvöru.

Hér koma hugmyndir að nokkrum skreyttum brauðsneiðum því mér finnst gaman að föndra, en svo er auðvitað hægt að nota hvaða viðbit sem ykkur hentar.

Á brauðsneiðina setti ég vegan mayo sem ég hrærði svolitlu sinnepi og kryddjurtum saman við og ofan á er grænmeti úr ræktunarkössunum og gróðurhúsinu. Lollo Bionda salat blöð, gúrkur og tómatar. Svolítill steiktur laukur líka.

 

Þessi er í mestu uppáhaldi. Salatblöð, grófmaukað avocado sem ég hrærði örlítinn safa úr sítrónu út í og hálfa teskeið af sesam fræjum. Ofan á eru þunnt skornar radísur, olía og sesamfræ.

 

Þriðja tegundin er með salatblöðum, rækjusalati, sprettum og svörtum pipar. Rækjusalatið er úr vegan mayo sem ég bragðbætti með túrmerik og cayanne pipar.

Þetta var svo skemmtilegt að það munar engu að ég læri að verða smurbrauðsjómfrú, eins og það var kallað í eina tíð 🙂

Greinin er unnin í samstarfi við Einstaka matvöru.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.