Rabbarbarabaka

…hvað eru mörg b í því 🙂

Bökuskel

Hráefni

2 bollar möndlumjöl

1/2 bolli tapioka

1/2 bolli hrísmjöl (eða sætt hrísmjöl sem fæst í Asíu mörkuðunum. Það er fínmalað og snjóhvítt)

2 msk brædd kókosolía

25 g vegan smjör

1 egg eða 1 chia egg (1 msk möluð chiafræ og 2 msk vatn)

1/2 tsk salt

1-3 msk vatn (ef þarf)

Aðferð

Forhitið ofninn í 170°C 

Bræðið kókosolíuna og látið hana kólna aðeins.

Smyrjið bökunarmótið, eða mótin, með kókosolíu.

Sigtið saman möndlumjöl, tapíoka, hrísmjöl í skál, saltið og blandið svo vel saman. 

Síðan kemur kókosolían og þegar þið eruð búnar að píska hana saman við er deigið eins og grófur sandur.

Að síðustu eru egg (eða chia egg sem beðið hefur í 5 mínútur) og vegan smjör í litlum sett út í og þá er best að nota hendurnar til að blanda og hnoða saman á sama hátt og þegar hefðbundið bökudeig er gert. Þetta er erfiðara en þegar um smjördeig er að ræða og stundum þarf að bæta aðeins vatni út í, sérstaklega ef þið notið chia egg. 

Ef þið ætlið að baka eina stóra böku er gott að fletja deigið út með kökukefli. Þarf ekki endilega að nota bökunarpappír undir og yfir deigið til að það klessist ekki við keflið, en er samt ágætt. 

Annars, skiptið þið deiginu í bökumót og þrýstið því vel niður í mótin. Skeljarnar eiga að vera þunnar. 

Bakið við 170 gráður í 16 mínútur.

Fyllið bökuskeljarnar með vanillukremiþeyttum kókosrjóma og rabbarbaramauki.

 

Nú er kirsuberjatíminn alveg að verða búinn, en í sumar gerði ég böku með kókosrjóma, kirsuberjamauki og mangó bitum. Það var líka mjög gott. 

Rabbarbaramauk

Hráefni

1 bolli niðurskorinn rabbarbari

1 msk chiafræ

1 msk vatn

5 niðurskorin jarðarber

Aðferð

Sjóðið allt saman í u.þ.b. 5 mínútur í litlum skaftpotti, eða þar til rabbarbarinn er orðinn mjúkur en margir af bitunum haldast í forminu. Þetta er annars smekksatriði. Má sjóða alveg í mauk líka. Það má sleppa jarðarberjunum og nota 1 msk af stevíudufti eða 10 stevíudropa í staðinn.

Kirsuberjamauk

Hráefni

1 og 1/2 bolli steinhreinsuð kirsuber

1 msk chiafræ

1 msk vatn

1 msk stevíuduft eða 10 stevíu- eða monkfruit dropar.

Aðferð

Sjóðið allt saman í 7-10 mínútur eða þar til áferðin er orðin eins og ykkur finnst hún falleg. 

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.