Mislitir tómatar og kryddjurtasósa með blóðbergi og steinselju

Ég átti rauða og gula tómata í gróðurhúsinu, en þið notið einfaldlega þá sem ykkur finnst bestir. Ekki beint hægt að segja til um magn, fer eftir hvað þið ætlið að gefa mörgum að borða. Rétt að reikna með allavega 2-3 tómötum á mann. 

Kryddjurtasósa með blóðbergi og steinselju

Hráefni

100 g ólífuolía, frá Filippo Berio

1 msk eplaedik 

3 góðar lúkur steinselja

2 góðar lúkur blóðberg

salt og svartur pipar

Aðferð

Takið laufin af blóðbergsstilkunum ef þeir eru grófir. Mitt blóðberg var svo fíngert að ég leyfði þeim minnstu að fljóta með. 

Setjið allt í blandara og maukið þar til það hefur samlagast og dressingin er mjúk og falleg. 

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Filippo Berio.

Gott að gera þetta a.m.k. klukkustundu fyrir notkun svo bragðið verði sterkara. Þið hrærið svo bara aðeins upp í dressingunni áður en hún er sett á tómatana.

Skerið tómatana í frekar þunnar sneiðar og raðið þeim fallega á disk. Ég setti afgang af tómatsalsa sem ég átti í miðjuna og síðan dressinguna í doppum á tómatana. Salsað er hreint ekki nauðsyn. Forrétturinn smakkast vel án þess.

Afganginn af kryddjurta dressingunni er ljómandi að nota út á salat eða með fiski. Hún geymist í nokkra daga í ísskáp.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Filippo Berio.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.