Jarðarber með hnetumulningi

Hráefni

100 g jarðarber

1 bolli blandaðar hnetur, t.d. kasjú, möndlur og pecan

25 g vegan smjör

1/2 tsk yacun síróp

1 dós kókosmjólk, þykki hlutinn og jafnvel aðeins af þeim þunna líka 

örlítið salt (ég set stundum svartan pipar líka, en honum má sleppa)

Mynd frá því í sumar.

Aðferð

Skolið jarðarberin og skerið í bita. Má skilja eftir heil ber til skreytingar.

Saxið hneturnar fínt, annað hvort með hníf eða í blandara. 

Hitið smjörið á pönnu og veltið hnetumulningnum upp úr því. Kryddið og kælið. 

Þegar blandan er orðin köld er yacun sírópinu blandað saman við, það bindur mulningin örlítið saman. Yacun sírópinu má alveg sleppa eða nota meira af því. 

Yacun síróp kristallast ekki og breytist í sykur nema það sé hitað, þess vegna er mikilvægt að hnetublandan sé kæld fyrst.

Þeytið kókosrjómann. Ef þið eruð óvön, fylgið þessum leiðbeiningum.

Setjið hnetumulning á disk eða í skál, síðan jarðarber og að lokum kókosrjómaslettu. Skreytið með jarðarberi og meiri hnetumulningi. 

Svo er náttúrulega hægt að blanda bara öllu saman í skál og njóta ef maður nennir ekki að vera með stæla 🙂

Ég gerði þennan eftirrétt úr síðustu berjum sumarsins. Nú hvíla plönturnar sig í gróðurhúsinu yfir veturinn.
Ennþá einfaldari útgáfa. Jarðarber, heilar hnetur, þeyttur kókosrjómi og sletta af möndlusmjöri.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.