Humarhalar í hvítlaukssmjöri og salat úr rifnu rósakáli

Hráefni

6-800 g humarhalar í skel

5-6 hvítlauksgeirar

200 g vegan smjör, kubbur frá Naturli

1 msk ólífuolía (ekki extra virgin)

1 knippi fersk steinselja

salt og svartur pipar

Aðferð

Kljúfið humarhalana í miðju, án þess að fara í gegn. Opnið og hreinsið svörtu görnina úr. 

Afhýðið hvítlaukinn og setjið hann ásamt steinselju, vegan smjöri og ólífuolíu í matvinnsluvél og maukið.

Raðið humrinum á bökunarplötu með skurðinn upp og smyrjið eða sprautið hvítlaukssmjörinu á hann.

Grillið á fullum hita í 3-5 mínútur. Fer eftir ofnum. Þeir sem vilja geta klippt smá meiri steinselju yfir humarinn þegar hann er kominn á fat.

Bráðna smjörið sem kemur af humrinum er sett í pott og bragðbætt með skvettu af freyðivíni eða hvítvíni. Borið fram með humrinum.

 

Rósakálssalat 

Hráefni

250 g rósakál

1/2 sítróna

1 msk ólífuolía

salt og svartur pipar

spírur að eigin vali

Aðferð

Hreinsið rósakálið og rífið mjög smátt með rifjárni.

Kreistið safa úr sítrónunni og setjið út á, ásamt olífuolíunni. Blandið vel saman og kryddið með salti og svörtum pipar eftir smekk. 

Skreytið með spírum að eigin vali.

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Ecospíra.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.