Heimatilbúið vínsteinslyftiduft

Lyftiduft inniheldur ýmiskonar aukaefni og m.a.s. stundum hveiti líka. Þeir sem eru með celiac eða glútenóþol verða því að nota vínsteinslyftiduft og matarsóda sem lyftiefni í baksturinn. Gallinn er að vínsteinslyftiduftið sem selt er í verslunum inniheldur oftar en ekki maíssterkju og fyrir marga með glútenóþol er það slæmt. Sjálf þoli ég ekkert sem inniheldur maís.

Góðu fréttirnar eru að það er ótrúlega auðvelt að búa til sitt eigið vínsteinslyftiduft. Þrjú hráefni sem blandað er saman og sett í hrukku. Tekur tvær mínútur.

Hráefni

50 g cream of tartar

25 g matarsódi

25 g tapioka

Aðferð

Hrærið allt vel saman og setjið í krukku með þéttu loki. Geymist vel í köldum og dimmum skáp.

Gangi ykkur vel 🙂