Hátíðlegar Sítrónubökur með marens

GLEÐILEGA PÁSKA 🐣

Bökuskel

Hráefni 

2 bollar möndlumjöl

1/2 bolli tapioka

1/2 bolli hrísmjöl 

2 msk brædd kókosolía

25 g vegan smjör, kubbur frá Naturli

1 egg, eða eða 1 chia egg (1 msk möluð chiafræ og 2 msk vatn)

1/2 tsk salt

1-3 msk vatn

Aðferð

Forhitið ofninn í 170°C 

Bræðið kókosolíuna og látið hana kólna aðeins.

Smyrjið bökunarmótin með kókosolíu.

Sigtið saman möndlumjöl, tapíoka og hrísmjöl í skál. Saltið og blandið svo vel saman. 

Síðan kemur kókosolían og þegar þið eruð búnin að píska hana saman við er deigið eins og grófur sandur.

Að síðustu eru egg (eða chia egg sem beðið hefur í 5 mínútur) og vegan smjör í litlum bitum sett út í og þá er best að nota hendurnar til að blanda og hnoða saman á sama hátt og þegar hefðbundið bökudeig er gert. Þetta er erfiðara en þegar um smjördeig er að ræða og stundum þarf að bæta aðeins vatni út í, sérstaklega ef þið notið chia egg. 

Skiptið deiginu í bökumót og þrýstið því vel niður í mótin. Skeljarnar eiga að vera þunnar. 

Bakið við 170 gráður í 16 mínútur.

Bökuskeljarnar eru fylltar með sítrónukremi og marens.

Uppskriftin að sítrónukreminu er HÉR. Betra að búa það til deginum áður og geyma í ísskáp.

Marens 

Aðferð

4 eggjahvítur

4 msk stevíuduft, frá Good Good

1/2 tsk cream of tartar

1/2 tsk ekta vanilluduft, frá Rapunzel

Aðferð

Eggjahvíturnar þeyttar þar til þær eru orðnar hvítar. 

Stevíudufti og cream of tartar blandað saman við og þeytt á miklum hraða þar til blandan hagar sér nokkurn veginn eins og hefðbundinn marens. Vanilluduftið sett saman við undir lokin. 

Sítrónukremið sett á bökurnar og marensinn ofan á. Brúnað með gasbrennara (blow torch).

Vegan marens

Hráefni

1 dós kjúklingabaunir, safinn

1 msk örvarrót

1 msk stevíuduft 

1 tsk cream of tartar

1/2 tsk ekta vanilluduft

Aðferð

Safinn af kjúklingabaununum er sigtaður frá og kældur vel. 

Allt sett í hrærivélarskál í einu og þeytt á góðum hraða í u.þ.b. 10 mínútur, eða þar til þið sjáið að blandan hegðar sér eins og marens. 

Sítrónukremið sett á bökurnar og vegan marensinn ofan á. 

Brúnað með gasbrennara (blow torch), en það er mun erfiðara en þegar um marens úr eggjahvítum er að ræða. Þó hægt sé að gera toppa með þessum marens fara þeir ef gasbrennari er notaður. Það er líka hægt að sleppa því að nota hann.

Athugið að marensinn flellur mjög fljótt svo það verður að setja marensinn á rétt áður en bökurnar eru bornar fram. 

Uppskriftin er gerð í samvinnu við Rapunzel og Good Good.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.