Hráefni
1 salathaus, frá VAXA
1 pk salatblanda, frá VAXA
1/8 gul paprika
1/8 gúrka
1/4 bolli bláber
sprettur, frá VAXA (magn og tegund/tegundir að eigin vali)
Aðferð
Skerið paprikuna í fína strimla og gúrkuna í þunnar sneiðar.
Raðið blöðunum af salathaus fallega meðfram hliðum á stórum framreiðsludiski.
Fyllið upp í miðjuna með salatblöndu.
Dreifið paprikustrimlum, gúrkusneiðum og bláberjum yfir.
Að síðustu koma svo spretturnar. Mér finnst gott að hafa mikið af þeim og fleiri en eina tegund, en það er smekksatriði.
Með þessu er gott að hafa vegan mayo með ferskum kóríander út í. Aðferðina til að gera vegan mayo finnið þið HÉR og það eina sem þið gerið í viðbót er að bæta við handfylli af ferskum kóríander frá VAXA áður en þið blandið mayo-ið með töfrasprotanum. Þeir sem ekki eru hrifnir af kóríander geta notað aðrar kryddjurtir og sprettur.
Uppskriftin er gerð í samstarfi við VAXA.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.