Grænn drykkur með brokkolíspírum

Hráefni

1 lúka spínat

1 pera

1/2 avokadó

1 lúka brokkólíspírur

1/2 tsk turmerik

1/2 tsk svartur pipar

vatn, magn fer eftir smekk

Uppskriftin er unnin í samvinnu við Ecospíru og Kryddhúsið.

Aðferð

Þvoið spínatið og peruna. Takið stilkinn af perunni og skerið hana í stóra bita. 

Skerið avokadóið í tvennt og skafið innihaldið úr öðrum helmingnum með skeið. 

Setjið allt fyrrnefnt í blandara, ásamt helmingi brokkólíspíranna, turmerikinu og skvettu af vatni. Maukið þar til blandan er silkimjúk. Bætið við vatni ef ykkur finnst drykkurinn of þykkur. 

Hellið í staup, eða fallegt glas, og skreytið með afganginum af spírunum. Eini tilgangur þeirra er þó alls ekki að gera drykkinn fallegan, heldur er gott að borða þær með eða sér.

Allir drykkir smakkast betur úr staupi eða fallegu glasi 🙂

Brokkólíspírur innihalda trefjar, prótein, vítamín og steinefni.

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Ecospíru og Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.