Gleðilegt greipaldin!

Hér er nú ekki verið að spara C-vítamínið og reyndar eru alls konar góð næringarefni önnur í drykknum. 

Hráefni

1 rautt greipaldin

1 mangó

2 bollar kókosvatn

lítill biti engifer

örlítið salt og svartur pipar ef vill

Aðferð

Fjarlægið börkinn af greipaldinu og skiptið því niður í báta. Afhýðið mangóið, fjarlægið steininn, og skerið aldinkjötið í grófa bita. Skrælið engiferið og skerið aðeins niður. Þarf ekki að vera í þunnar sneiðar því blandarinn sér um að mauka í smátt.

Setjið allt hráefni í kraftmikla matvinnsluvél eða blandara og maukið þar til það hefur samlagast.

Ég skreytti með myntu af því að ég átti hana í gróðurhúsinu, en auðvitað er hægt að nota hvað sem er. Svo er líka alveg óþarfi að vera með svoleiðis pjatt. 

 

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.