Á menntaskólaárum bjó ég hjá Svönu frænku minni á Akureyri. Hún átti fyrsta gróðurhúsið sem ég kynntist, fullt af rósum í öllum regnbogans litum. Þar sátum við með kaffibolla og spjölluðum um lífið og tilveruna í þessum dásamlega félagsskap ilmandi blóma. Oftar en ekki var bollanum hvolft og frænka spáði um hvað framtíðin myndi bera í skauti sér. Þessar dýrmætu stundir gerðu það að verkum að mig hefur alltaf dreymt um að eiga gróðurhús.
Í gróðurhúsinu langaði mig að heiðra konurnar sem kenndu mér að meta fegurð blóma og hvað það er gott að hafa þau nálægt sér. Þær hafa allar kvatt þessa jarðvist og mér finnst gott að virða fyrir mér blómin þegar ég minnist ljúfra stunda með þeim.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.