Bleikja með VAXA salati og sprettum

Hráefni

4-500 g bleikjuflök, roð og beinlaus (villt eða úr landeldi)

ólífuolía

2 msk vegan smjör, t.d. frá Naturli

2 msk FISKIKRYDD, frá Mabrúka

1 msk SÍTRÓNUBLANDA, frá Mabrúka

1 tsk HVÍTLAUKSDUFT frá Mabrúka

salt og svartur pipar (eftir smekk, þarf mjög lítið af pipar því hann er í Mabrúkablöndunum)

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Mabrúka og VAXA.

Aðferð

Skerið bleikjuna í 2-3 bita eftir stærð.

Veltið bitunum upp úr ólífuolíu, Mabrúka kryddinu, salti og pipar.

Steikið fiskinn vel öðru megin á sjóðheitri pönnu með olíu (u.þ.b. 3 mínútur) snúið svo við, slökkvið undir pönnunni og takið hana af hellunni. Látið fiskinn hvíla á pönnunni í 1-2 mínútur. Bætið smjörinu saman við í lokin.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Mabrúka og VAXA.

Raðið fiskinum fallega á disk með VAXA salatinu og skreytið með sprettum frá VAXA. Ég notaði salathaus, salatblöndu, asískt babyleaves og kóríander sprettur.

Með þessu er gott að hafa vegan mayo með ferskum kóríander út í. Aðferðina til að gera vegan mayo finnið þið HÉR og það eina sem þið gerið í viðbót er að bæta við handfylli af ferskum kóríander frá VAXA áður en þið blandið mayo-ið með töfrasprotanum. Þeir sem ekki eru hrifnir af kóríander geta notað aðrar kryddjurtir og sprettur.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Mabrúka og VAXA.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.