Velunnarar

Hér er að finna upplýsingar um velunnara.

Þeir sem eru áhugasamir um samstarf geta sent tölvupóst á [email protected]

KRYDDHÚSIÐ

Kryddhúsið er fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 2015 af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham. Omry er alinn upp við ríka kryddhefð matarmenningu miðausturlanda. Hann er frá Ísrael og á ættir að rekja til Marokkó og Íraks. Ólöf er menntuð í náttúrulækningum og hennar nálgun er næringargildi kryddsins og eiginleikar ásamt góðu bragði. Í Kryddhúsinu sameinast bakgrunnur þeirra beggja ásamt ástríðu fyrir góðum og næringarríkum mat. Kryddhúsið státar af frábæru úrvali af kryddblöndum frá hinum ýmsu heimshornum ásamt heilu og möluðu kryddi í miklum gæðum. Varan er náttúruleg, ómeðhöndluð og án allra aukaefna.

kryddhus.is

EINSTÖK MATVARA

Einstök Matvara er heildsala sem hefur þjónað íslenskum neytendum um árabil og sérstaklega þeim sem er umhugað um heilsuna og hvað þeir borða. Lífrænar vörur hafa verið í fyrirrúmi og þau eru stöðugt að bæta við vöruvalið þannig að það þjóni sem best ört vaxandi hópi viðskiptavina. Þau leggja mikið upp úr umhverfismálum og leitast eftir að umbúðir á þeim vörum sem þau bjóða séu umhverfisvænar. 

einstokmatvara.is

VAXA

VAXA ræktar nokkrar tegundir af salathausum, sprettur (e. microgreens) og kryddjurtir. Grænmetið þeirra er notað á mörgum af bestu veitingastöðum landsins og er fáanlegt í öllum stærstu matvöruverslunum. Í lóðréttum landbúnaði (e. vertical farming) eru matjurtir ræktaðar á mörgum hæðum með LED-ljósi og nýting á landi, orku og vatni þannig hámörkuð. VAXA trúir því að Ísland geti verið leiðandi á þessu sviði til framtíðar og að þannig megi draga til muna úr þörfinni á óumhverfisvænum innflutningi á grænmeti. Hér á landi er öll orka 100% endurnýjanleg, vatnið hreint og umhverfið eins og best verður á kosið til þess að rækta hreina, bragðgóða og auðrekjanlega hágæðavöru í mikilli nálægð við neytendur.

vaxafarm.is

ECOSPÍRA

Ecospíra er leiðandi í framleiðslu á spírum úr fræjum, linsum, ertum og baunum. Engin kemísk efni, aukaefni eða rotvarnarefni eru notuð við framleiðsluna, sem uppfyllir ströngustu gæðakröfur.

Ecospíra hefur hlotið lífræna vottun frá Vottunarstofunni Túni. Með vottun Túns er staðfest að fyrirtækið noti lífræn og óerfðabreytt fræ við framleiðslu á lífrænum spírum og framleiðsluferlið samræmist reglum um lífræna framleiðslu. Ennfremur er vottunin staðfesting þess að gæðastjórnun, skráningar og merkingar uppfylli settar kröfur.

Stofnandi Ecospíru og eigandi er Katrín H. Árnadóttir, viðskipta- og umhverfisfræðingur.

https://ecospira.is/

FILIPPO BERIO

Filippo Berio ólífuolíurnar hafa löngum verið þekktar fyrir gæði og bragð, eða allar götur síðan 1867. Filippo Berio ólífuolíurnar hafa unnið til fjölmargra verðlauna víðs vegar um heim. Hún er mest selda olían á Íslandi og hefur verið það um árabil. Vöruvalið í Filippo Berio samanstendur af Extra Virgin ólífuolíu, ólífuolíu, bragðbættum ólífuolíum, balsamic ediki og pestó. Nýjast viðbótin er Extra Virgin ólífuolía frá Toskana, framúrskarandi í gæðum og einungis framleidd úr ólífum sem ræktaðar eru í Toskana héraði.

Það eru orðin meira en 150 ár frá því að Filippo Berio, maðurinn á bak við nafnið, hóf að framleiða ólífuolíu og náði meistaratökum á öllum stigum framleiðslunnar, notandi aðeins gæða hráefni.

https://innnes.is/vorumerki/filippo-berio/

https://global.filippoberio.com/

RAPUNZEL

Rapunzel framleiðir lífrænar vörur af ást og umhyggju en sem frumkvöðlar í lífrænni ræktun urðu stofnendur Rapunzel, Joseph Wilhelm og Jennifer Vermeulen, að beita miklum sannfæringarkrafti. Í dag er fyrirtækið Rapunzel Naturkost GmbH eitt af leiðandi framleiðendum og heildsölum með lífrænt ræktaðar vörur.

Saga Rapunzel hófst árið 1974 og síðan þá hefur fyrirtækið vaxið frá því að vera 35 m² heilsubúð með bakarí þar sem bakað var í viðarkyntum ofni og lífrænn matjurtagarður í Augsburg, í það að vera meðalstórt fyrirtæki með 300 starfsmenn. Í upphafi var aðalframleiðslan hefðbundnar heilsuvörur eins og múslí og hnetusmjör en síðar bættust við sífellt fleiri vörur.

Í dag er hægt að finna meira en 450 Rapunzel vörur út um allt í Þýskalandi í meira en 5.000 heilsubúðum og framleiðslufyrirtækjum. Næstum því helmingur framleiðslunnar fer fram í Legau/Allgäu í Þýskalandi. Annað er framleitt af aðilum sem eru samningsbundnir Rapunzel og nota nær eingöngu hráefni frá þeim. En í öllum tilfellum samkvæmt leiðbeiningum og gæðakröfum frá Rapunzel. Til að framleiða svo breiða vörulínu, kaupir Rapunzel lífrænt hráefni frá 36 löndum en Rapunzel vörur eru fluttar út til næstum því jafn margra landa.

Rapunzel leggur sérstaka áherslu ekki aðeins á gæði matarins heldur einnig á lífsgæði bændanna sem rækta hann. Þess vegna varð HAND IN HAND til, svo hægt væri að tengja hugmyndina um lífræna ræktun við heiðarleg viðskipti.

https://innnes.is/vorumerki/rapunzel/

https://www.rapunzel.de/en/

TILDA

Tilda hrísgrjón hafa á stuttum tíma náð mikilli útbreiðslu, fyrirtækið var stofnað árið 1970 og er vörumerki þeirra selt í yfir 50 löndum. Tilda eru mest seldu hrísgrjónin á Íslandi og hafa verið um árabil. Stolt Tilda eru Basmati hrísgrjónin en þau hafa einstakt bragð, áferð og lykt enda framleidd aðeins á einum stað í heiminum, í Punjab héraði á Indlandi.

https://innnes.is/vorumerki/tilda/

https://www.tilda.com/

GOOD GOOD

er íslenskt fyrirtæki sem þróar og framleiðir matvöru án sykurs og gervi-sætuefna. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar á Íslandi, í Hollandi, Belgíu og Austurríki. Vörur Good Good fást nú í yfir 30 löndum og um það bil 2500 verslunum en vöxturinn hefur verið hraðastur í Bandaríkjunum.

https://eu.goodgood.net/pages/about-us

HAFIÐ

Hafið fiskverslun er leiðandi á innanlandsmarkaði í sölu á ferskum fiski hvort sem er til neytenda, mötuneyta, grunnskóla eða annarra fiskverslana. Verslunin var stofnuð árið 2006 af þeim Eyjólfi Pálssyni og Halldóri Halldórssyni. Fyrst um sinn eingöngu til húsa að Hlíðasmára 8 Kópavogi. Árið 2013 opnuðu þeir vinir annað útibú í Spönginni Grafarvogi. Heildverslun fyrirtækisins, fiskvinnsla og skrifstofur eru staðsettar á bryggjunni að Fornubúðum 1 í Hafnarfirði.

https://hafid.is/